Við bendum á að bólusett er alla virka daga milli klukkan 9 og 15 hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Álfabakka 14a í Mjódd. Ekki þarf að bóka tíma fyrirfram í bólusetningar í Álfabakkanum, aðeins að mæta á opnunartíma.
Almennar upplýsingar
Heilsugæslan er opin 8:00 - 16.00
Bókuð móttaka, heilsuvernd og símaráðgjöf
Skyndimóttaka og síðdegisvakt
Til að beina erindum strax í réttan farveg er gott að hafa samband á Mínum síðum Heilsuveru eða símleiðis áður en mætt er á opna móttöku. Skyndimóttaka fyrir slys og bráð veikindi 8:00-17:00. Opin móttaka hjúkrunarfræðings og læknis 9:00-11:00 og 13:00-15:00.
COVID-19 bólusetningar í Mjódd
Hvað viltu gera?
Þú getur séð hvaða stöð er þín á Mínum síðum Heilsuveru og í Réttindagátt sjúkratrygginga.
Þú getur skráð þig á heilsugæslustöð að eigin vali í Réttindagátt eða á stöðinni sjálfri.
Öllum er velkomið á skrá sig á stöðina og við tökum vel á móti þér.
Lyfjasíminn er 513-5352, frá kl. 9.00 til 15:00.
Líka er hægt að óska eftir endurnýjun á mínum síðum Heilsuveru.
Þú getur bókað tíma í heilsuveru eða með því að hringja á stöðina.
Ef þú getur ekki beðið eru samdægurstímar, skyndimóttaka eða síðdegisvakt möguleiki.
Það er alltaf hægt að fá símasamband við hjúkrunarfræðing sem kemur erindi þínu í farveg eða leiðbeinir þér með önnur úrræði
Blóðsýni eru tekin milli kl. 8:35 og 10:05 alla virka daga.
Bóka þarf tíma í blóðtöku og alltaf þarf beiðni frá lækni að liggja fyrir.
Tímabókun og nánari upplýsingar í síma 513-5350.
Þvagsýni þurfa að berast fyrir kl. 11:00.
Best er að koma með fyrsta morgunþvag (miðbunuþvag) nema annað hafi verið tekið fram.
Örugg gagnaskil
Hægt er að senda gögn með öruggum hætti til Heilsugæslunnar Efstaleiti með Signet transfer. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki. Hlekkur í örugg gagnaskil
Allir eru velkomnir á stöðina
Heilsugæslan Efstaleiti þjónar fyrst og fremst íbúum svæðis sem afmarkast af Miklubraut í norðri, Fossvogi í suðri, Kringlumýrarbraut í vestri og Reykjanesbraut í austri, en allir eru velkomnir á stöðina. Skráning er í gegnum Réttindagátt sjúkratrygginga.
Nánari upplýsingar um stöðina og þjónustu hennar eru í flipunum hér fyrir ofan: Læknisþjónusta, Hjúkrunarþjónusta, Heilsuvernd, Sálfræðiþjónusta, Annað og Um stöðina.
Með rafrænum skilríkjum er hægt að bóka tíma, endurnýja lyf og senda einfaldar fyrirspurnir á mínum síðum á Heilsuvera.is
Við tökum vel á móti þér
Það eru nokkrar leiðir að þjónustu læknanna okkar. Hvaða leið hentar þér best?
Það eru nokkrar leiðir að þjónustu læknanna okkar. Hvaða leið hentar þér best?
Heimilislæknar á stöðinni eru með bókaða viðtalstíma á dagvinnutíma.
Þú bókar tíma í gegnum mínar síður á Heilsuveru eða með því að hringja á stöðina.
Læknar stöðvarinnar með síðdegisvakt frá kl. 16 og 17, mánudaga til fimmtudaga.
Bóka þarf tíma á síðdegisvaktina með símtali.
Heimilislæknar og hjúkrunarfræðingar stöðvarinnar vinna saman með afmarkaðan skjólstæðingahóp í teymisvinnu
Hjúkrunarfræðingar hvers teymis hafa símatíma, frá kl. 8:00 til 11:30. Ef þörf krefur er símtölum einnig vísað á viðkomandi heimilislækni
Oft er þægilegra að senda stuttar fyrirspurnir í gegnum í mínar síður í Heilsuveru.
Hægt er að óska eftir lyfjaendurnýjun rafrænt eða í síma. Þar er hægt að endurnýja lyf sem tekin eru að staðaldri og ávísað hefur verið af læknum stöðvarinnar.
Rafræn lyfjaendurnýjun
Einfaldast er að óska eftir lyfjaendurnýjun á Heilsuvera.is. Þú þarft að hafa rafræn skilríki.
Lyfjaendurnýjun í síma
Lyfjaendurnýjun er virka daga frá kl. 9:00 til 15:00 í síma 513-5352. Ritarar taka við beiðnum um endurnýjun.
Læknar stöðvarinnar
Hjá okkur starfa sérfræðingar í heimilislækningum en einnig almennir læknar, sérnámslæknar og unglæknar.
- Alma Eir Svavarsdóttir heimilislæknir - í leyfi
- Anna Katrín Sverrisdóttir sérnámslæknir í heimilislækningum
- Arndís Rós Stefánsdóttir læknir
- Dagur Páll Friðriksson læknir
- Einar Þór Þórarinsson heimilislæknir
- Elín Helga Þórarinsdóttir sérnámslæknir í heimilislækningum
- Elín Þóra Elíasdóttir sérnámslæknir í heimilislækningum
- Ingibjörg Hilmarsdóttir heimilislæknir
- Lilja Sigrún Jónsdóttir heimilislæknir
- Margrét Guðrún Ásbjarnardóttir sérnámslæknir í heimilislækningum
- Margrét Lilja Ægisdóttir læknir
- Steinar Björnsson heimilislæknir
Við erum á vaktinni allan daginn
Símaþjónusta hjúkrunarfræðinga
Hægt er að fá símaráðgjöf hjá hjúkrunarfræðingi frá kl. 8:00 til 16:00, alla virka daga í síma 513-5350.
Ef hjúkrunarfræðingurinn er upptekinn tekur móttökuritari niður skilaboð og haft er samband um leið og færi gefst.
Einnig bendum við á símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga heilsugæslunnar alla daga frá kl. 8:00 til 22:00 í síma 513-1700 og í netspjalli á heilsuvera.is.
Skyndimóttaka fyrir smáslys og bráð veikindi
Öllum erindum sem koma á vaktina er sinnt, annaðhvort með því að veita þjónustuna á staðnum eða vísa í þann farveg sem við á í hverju tilviki.
Bókuð móttaka
Einnig er hægt að bóka tíma í móttöku hjúkrunarfræðinga.
Til dæmis fyrir sáraskiptingar og bólusetningar o.fl.
Lestu meira um opna móttöku heilsugæslustöðva
Hjúkrunarfræðingar
Hjá okkur starfa sérfræðingar í heilsugæsluhjúkrun, ljósmóðir og almennir hjúkrunarfræðingar
- Alenka Zak hjúkrunarfræðingur
- Áslaug Birna Ólafsdóttir heilsugæsluhjúkrunarfræðingur
- Birta Rún Sævarsdóttir hjúkrunarfræðingur
- Gunnhildur Viðarsdóttir hjúkrunarfræðingur
- Gréta María Birgisdóttir ljósmóðir
- Melkorka Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur
- Sigríður Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur
- Sólveig Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur
Heilsuvernd mæðra, ung- og smábarna, skólabarna, eldra fólks og allra hinna
Við fylgjumst með heilsu og þroska frá móðurkviði til unglingsára í mæðravernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd skólabarna.
Á fullorðinsárum bjóðum við aðstoð við heilsueflingu með ráðgjöf, eftirliti og bólusetningum og heilsuvernd sem er ætluð eldri borgurum.
Heilsuvernd og heilsuefling
Heilsuverndin hefst á mæðravernd.
Mæðraverndarþjónustan er ókeypis og verðandi mæður geta annað hvort farið á heilsugæslustöð í sínu hverfi eða valið aðra stöð og skráð sig á hana.
Viðtöl og skoðanir eru í boði frá upphafi meðgöngu og fram að fæðingu. Fyrsta viðtal við ljósmóður er gjarnan í síma fljótlega eftir að þungun er staðfest. Fjöldi mæðraskoðana fer svo eftir aðstæðum, oftast 7-10 skipti. Milli skoðana er hægt að fá símaráðgjöf hjá ljósmóður.
Ung- og smábarnavernd tekur við af mæðravernd þegar fjölskyldan kemur heim og heimaþjónustu ljósmæðra lýkur.
Fyrstu vikurnar eftir fæðingu fara hjúkrunarfræðingar stöðvarinnar í vitjanir heim til fjölskyldunnar. Foreldrar eru því beðnir um að hafa samband við hjúkrunarfræðing fljótlega eftir að heim er komið. Fyrsta læknisskoðun á heilsugæslustöðinni er svo við 6 vikna aldur.
Síðan eru reglubundnar skoðanir hjá hjúkrunarfræðingi og lækni til skólaaldurs. Þá fylgjumst við með vexti og þroska barnanna og bólusetjum. Í skoðunum ráðleggjum við m.a. um brjóstagjöf, svefnvandamál, aga og uppeldi, mataræði og slysavarnir. Auk þess er alltaf hægt að fá samband við hjúkrunarfræðing ef spurningar vakna varðandi barnið.
Heilsuvernd skólabarna tekur við þegar ung- og smábarnavernd lýkur.
Hjúkrunarfræðingar og læknar á heilsugæslustöðinni sjá um heilsuvernd skólabarna í þessum skólum:
- Breiðagerðisskóli
- Fossvogsskóli
- Hvassaleitisskóli
- Réttarholtsskóli
Hægt er að fá símasamband við skólahjúkrunarfræðingana í gegnum skiptiborð skólanna.
Heilsuverndin tekst á við heilsuáskoranir fullorðinsára í heilsueflandi móttöku.
Þar færð þú stuðning við heilbrigðan lífsstíl með mælingum, ráðgjöf og stuðningi.
Oft kemur heilsueflandi móttaka til aðstoðar í framhaldi af viðtali við lækni en þú getur líka haft samband við hjúkrunarfræðing á stöðinni þinni ef þú þarft á þessari þjónustu að halda.
Við höfum það að leiðarljósi að mæta fólki þar sem það er statt og gera því kleift að búa sem lengst á eigin heimili.
Hafðu samband við okkur og pantaðu viðtal hjá hjúkrunarfræðingi í Heilsuvernd eldra fólks.
Í viðtölum eru m.a. veittar upplýsingar um þá þjónustu sem eldri borgurum stendur til boða í nærsamfélaginu. Við greinum áhættuþætti varðandi heilsufar og ráðleggjum um fyrirbyggjandi aðgerðir og meðhöndlun sjúkdóma svo eldra fólk viðhaldi sem lengst andlegri, líkamlegri og félagslegri færni sinni.
Þeir sem eru 70 ára og eldri eru hvattir til að panta tíma hjá okkur í almennt eftirlit þar sem heimilislæknir fer yfir lyfjalista, mælir blóðþrýsting, blóðsykur og fleira ef þarf.
Leghálsskimun
Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar annast sýnatöku fyrir skimun vegna krabbameins í leghálsi.
Skimanir eru á stöðinni fyrir hádegi á föstudögum.
Ef það er komið að þér í skimun má panta tíma á mínum síðum heilsuveru eða með símtali.
Lestu meira um leghálskrabbameinsskimun
Þjónusta sálfræðinga
Læknar stöðvarinnar vísa til sálfræðinga þannig að fyrsta skrefið er að panta tíma hjá heimilislækni.
Sólveig Hlín Kristjánsdóttir sálfræðingur sinnir meðferð og ráðgjöf fyrir börn og unglinga.
Arna Rún Oddsdóttir sálfræðingur er í leyfi. x sálfræðingur sinnir meðferð og ráðgjöf fyrir fullorðna.
HAM námskeið
Námskeið í hugrænni atferlismeðferð (HAM) eru í boði fyrir fullorðna skjólstæðinga stöðvarinnar.
Hreyfiseðill
Hreyfiseðill er meðferðarúrræði við sjúkdómum, sem vitað er að regluleg hreyfing getur haft umtalsverð áhrif á.
Heimilislæknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður vísa til sjúkraþjálfara. Ef þú heldur að hreyfiseðill henti þér, pantar þú fyrst tíma hjá þínum lækni.
- Sjúkraþjálfari stöðvarinnar er Guðrún Káradóttir
- Lestu meira um hreyfiseðla
Klínískur lyfjafræðingur
Verkefni lyfjafræðingsins er einkum að fara yfir lyfjalista hjá þeim sem eru á mörgum lyfjum. Markmiðið er að draga úr lyfjatengdum vandamálum.
Heimilislæknar eða hjúkrunarfræðingar vísa til klíníska lyfjafræðingsins. Ef þú heldur að þjónusta lyfjafræðings henti þér, pantar þú fyrst tíma hjá þínum lækni.
- Klíníski lyfjafræðingur stöðvarinnar er Pétur Gunnar Sigurðsson
Samvinna fyrir þig
Heilsugæslan Efstaleiti þjónar einkum íbúum á svæði sem afmarkast af Fossvogi í suðri, Miklubraut í norðri, Kringlumýrarbraut í vestri og Reykjanesbraut í austri, en allir eru velkomnir á stöðina.
Við veitum samfellda þjónusta með hag einstaklingsins og fjölskyldunnar í huga. Fagleg afstaða er tekin til allra erinda og annað hvort leyst úr þeim eða ráðlagt um önnur úrræði.
Þjónustan byggir á sérþekkingu starfstétta og þverfaglegri samvinnu.
Heilsugæslustöðvum er stýrt af svæðisstjóra.
Fagstjórar lækninga og hjúkrunar leiða faglegt starf.
- Alma Eir Svavarsdóttir svæðisstjóri og fagstjóri lækninga er í leyfi
- Einar Þór Þórarinsson leysir af sem svæðisstjóri og fagstjóri lækninga
- Áslaug Birna Ólafsdóttir fagstjóri hjúkrunar
- Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir skrifstofustjóri
Allt starfsfólk stöðvarinnar er samkvæmt lögum, ráðningarsamningum og siðareglum heilbrigðisstétta bundið þagnarheiti um allt er varðar hagi þess fólks sem það sinnir.
Personel | Personel | Telefon | |
---|---|---|---|
Alenka Zak | 513-5350 | ||
Alma Eir Svavarsdóttir | Í leyfi | ||
Arna Rún Oddsdóttir | Í leyfi | ||
Arndís Rós Stefánsdóttir | 513-5350 | ||
Áslaug Birna Ólafsdóttir | 513-5350 | ||
Ástríður Jóhanna Jensdóttir | 513-5350 | ||
Birta Rún Sævarsdóttir | 513-5350 | ||
Bryndís Björk Bergþórsdóttir | 513-6350 | ||
Dagur Páll Friðriksson | 513-5350 | ||
Einar Þór Þórarinsson | 513-5350 | ||
Elín Helga Þórarinsdóttir | 513-5350 | ||
Elín Þóra Elíasdóttir | 513-5350 | ||
Gréta María Birgisdóttir | 513-5350 | ||
Guðrún Káradóttir | 616-0791 | ||
Gunnhildur Viðarsdóttir | 513-5350 | ||
Hildur Gunnarsdóttir | 513-5350 | ||
Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir | 513-5350 | ||
Ingibjörg Hilmarsdóttir | 513-5350 | ||
Jóhann Ágúst Sigurðsson | 513-5350 | ||
Jóhanna Björk Gylfadóttir | 513-5350 | ||
Kristín Ívarsdóttir | 513-5350 | ||
Lilja Sigrún Jónsdóttir | 513-5350 | ||
Lovísa Sigurðardóttir | 513-5350 | ||
Margrét Guðrún Ásbjarnardóttir | 513-5350 | ||
Margrét Lilja Ægisdóttir | 513-5350 | ||
María Einarsdóttir | 513-5350 | ||
Mary O´Brien | 513-5350 | ||
Melkorka Gunnarsdóttir | Í leyfi | ||
Pétur Gunnar Sigurðsson | 513-5350 | ||
Sigríður Davíðsdóttir | 513-5350 | ||
Sólveig Hlín Kristjánsdóttir | 513-5350 | ||
Sólveig Jóhannsdóttir | 513-5350 | ||
Steinar Björnsson | 513-5350 | ||
Thi Thu Thao Vu | 513-5350 |
Czy treść była pomocna?
Tak