ADIS Námskeið fyrir fagfólk

Námskeiðið er ætlað sálfræðingum, læknum og öðru fagfólki sem sinna meðferðar- og greiningarvinnu með börnum og unglingum, á stofnunum, í skólum, við sérfræðiþjónustu skóla eða á einkareknum stofum. 

Á námskeiðinu er farið ítarlega í hvernig viðtalið er lagt fyrir, sýndar upptökur með sýnishornum af greiningarviðtölum og þátttakendur fá tækifæri til að æfa sig í að leggja viðtalið fyrir.

Hagnýtar upplýsingar

Námskeiðið er ætlað fagfólki sem vinnur með börnum og foreldrum og sinnir greiningarvinnu og meðferð.

Leiðbeinendur eru sálfræðingar á Geðheilsumiðstöð barna.

Námskeiðið er samtals tíu tímar á tveimur samliggjandi dögum, annan daginn kl. 13:00-16:00 og hinn 9:00-16:00.

Þátttakendur fá tvö viðtalshefti af hvorum hluta viðtalsins (barnaviðtal og foreldraviðtal) og notendahandbók á ensku (ADIS-IV: Child and Parent Therapist Guide). Mikilvægt er að þátttakendur nýti námskeiðsgögnin til að undirbúa sig fyrir seinni morguninn þegar fyrirlagning viðtalsins verður æfð.

Hámarksfjöldi þátttakenda á hverju námskeiði er 20.

Næsta námskeið

Næsta námskeið.

  •  19. - 20. september 2024 - Skráning opnar 6. ágúst

Nánari upplýsingar má fá með því að senda fyrirspurn til Geðheilsumiðstöðvar barna.

Staðsetning: Geðheilsumiðstöð barna,Vegmúla 3, 108 Reykjavík

Námskeiðsgjald er kr. 35.000 árið 2024. Námskeiðsgögn og 4 viðtalshefti auk kaffiveitinga eru innifalin.

ADIS kvíðagreiningarviðtal

ADIS kvíðagreiningarviðtalið fyrir börn (Anxiety Disorders Interview Schedule for DSM-IV) er gefið út í íslenskri þýðingu af Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS). Þetta viðtal er notað af fagfólki um allan heim sem vinna við greiningu og meðferð barna og unglinga á aldrinum 7-17 ára.

Viðtalið er hálf-staðlað og skiptist í foreldraviðtal og viðtal við barnið sjálft. Farið er ítarlega í allar kvíðaraskanir í viðtalinu, en einnig lyndisraskanir, mótþróa- og hegðunarröskun, ADHD, kjörþögli og áfallastreitu. Að auki eru skimunarspurningar fyrir vímuefnavanda, átraskanir, geðrofseinkenni og þroskafrávik.

ADIS viðtalið í íslenskri þýðingu er gefið út í samstarfi við Oxford University Press og höfunda viðtalsins, Wendy Silverman og Anne Marie Albano. ADIS er það greiningarviðtal sem helst er notað við greiningar og rannsóknir á kvíðaröskunum barna og ungmenna og eru próffræðilegir eiginleikar þess almennt metnir góðir.

Viðtalshefti á íslensku

Geðheilsumiðstöð barna selur íslensku ADIS viðtalsheftin. Þau eru 5 saman í pakka og kosta 3.000 kr.

Viðtalsheftin er hægt að panta í tölvupósti og þar þarf að koma fram:

  • Hvaða gögn óskast keypt, foreldrahefti og/eða barnahefti, og fjöldi eintaka af hverju
  • Nafn þess sem pantar, nafn og kennitala greiðanda
  • Hvort eigi að sækja til GMB eða senda með pósti, að viðbættum sendingarkostnaði

Notendahandbókin gefin út af Oxford University Press. Handbókin er á ensku og fæst í vefverslunum.

Czy treść była pomocna?

Tak

Dlaczego nie?