Almennar upplýsingar

icon

Hafa sambandSvarað er í síma 513-6350 virka daga frá kl. 8:00 til 16:00.
icon

ÞjónustutímiViðtöl og vitjanir, virka daga frá kl. 8:00 - 19:00

Fyrir hverja?

Þjónustan er fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem greindir eru með geðsjúkdóma og þurfa á þverfaglegri aðstoð ásamt þéttri eftirfylgd að halda. 

 

Tekið er við umsóknum frá starfsmönnum heilbrigðis- og velferðarþjónustu.

 

Geðheilsuteymi vestur þjónar íbúum á mið og vestursvæði borgarinnar, póstnúmerum 101-108 og 170.

Við tökum vel á móti þér

Um teymið

Geðheilsuteymið er fyrir þá sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en er veitt á heilsugæslustöðvum.

 

Þjónustan er þverfagleg og er veitt með heimavitjunum og viðtölum í húsnæði geðteymisins. Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og geðlæknar.

Hlutverk og markmið þjónustu geðheilsuteymanna

 • Að stuðla að og viðhalda bata.
 • Að tryggja einstaklingsmiðaða þjónustu. 
 • Að tryggja samfellu og samþættingu í meðferð.
 • Að efla sálrænt og félagslegt heilbrigði einstaklingsins og fjölskyldu hans.
 • Að hvetja til sjálfshjálpar og sjálfsvirðingar.
 • Að styðja einstaklinginn í að lifa innihaldsríku lífi.
 • Að fækka endurinnlögnum og styrkja aðlögunarhæfni eftir útskrift af sjúkrahúsum.

Einstaklingurinn í fyrirrúmi

Þjónusta teymanna er heildræn og notendamiðuð og lögð er áhersla á samþætta nálgun. Teymin hafa að leiðarljósi að skoða alla þætti sem hafa áhrif á andlega heilsu.

 

Einstaklingurinn er í fyrirrúmi, hans óskir, gildi og þarfir.

 

Stuðst er við gagnreyndar aðferðir og árangur er metinn reglulega.  Áhersla er lögð á þróun og þær leiðir í meðferð sem einstaklingurinn þarfnast hverju sinni. 

Þjónusta fyrir þig

Við hjálpum þér að:

 • Efla styrkleika og áhugasvið sem valdeflandi leið til að ná tökum á bata.
 • Auka þekkingu varðandi leiðir til að ná bættri líðan og jafnvægi.
 • Auka skilning, styrk og getu til að takast á við geðræna erfiðleika.

Í boði er:

 • Stuðningur til að auka félagslega virkni og endurheimta félagsleg hlutverk.
 • Regluleg fræðsla og námskeið varðandi ýmis geðræn einkenni, grunnþarfir einstaklingsins og áhrif áfalla.
 • Fræðsla og stuðningur til einstaklingsins og fjölskyldu hans.
 • Mat á andlegu og líkamlegu ástandi, búsetu og þjónustuþörf.
 • Mat á lyfjameðferð .
 • Ráðleggingar hvar hægt sé að fá frekari stuðning eða fræðslu.

Áhersla er á samskipti við hinar ýmsu stofnanir, þjónustuaðila og félagasamtök. Unnið er á jafningjagrunni með áherslur þjónustuþega í fyrirrúmi. Í teymunum er lögð áhersla á aðkomu einstaklinga með reynslu af geðrænum erfiðleikum.

Batahugmyndafræði

Geðheilsuteymin hafa batahugmyndafræðina að leiðarljósi.  

 

Batahugmyndafræðin leggur áherslu á að viðhalda von og skapa betra líf með því að byggja á styrkleikum. 


Þessi hugmyndafræði byggir á samvinnu við einstaklinginn, þar sem markmið eru sett í sameiningu og stuðla að sjálfsábyrgð og valdeflingu.

Hvernig er sótt um þjónustuna?

Tekið er við umsóknum frá starfsmönnum heilbrigðis- og velferðarþjónustu. 

 

Fyllið umsóknareyðublað út rafrænt og prentið út til að notandi geti skrifað undir.

Eyðublaðið virkar best í vöfrunum Edge og Explorer.

Umsóknin sendist í ábyrgðarpósti til Geðheilsuteymis HH vestur, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík.

 

Fyrirspurnir í síma 513-6350

Útskrift

Við þjónustulok er haft samband við þann aðila sem óskaði eftir þjónustu geðteymisins og honum gerð grein fyrir stöðu mála hjá viðkomandi einstaklingi/fjölskyldu.

Samvinna fyrir þig

Geðheilsuteymið byggir á þverfaglegri samvinnu til að veita öflugri þjónustu.

Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, geðlæknar, félagsráðgjafar, IPS ráðgjafar, notendafulltrúar og þjónustufulltrúar.

Samsetning fagstétta hverju sinni getur verið mismunandi.

Um teymið

magnifier
StarfsmennStarfsheitiSímiNetfang
Amalía Vilborg SörensdóttirHjúkrunarfræðingur513-6350
Anna Sigríður ValdimarsdóttirIðjuþjálfi-
Ágústa Karla ÍsleifsdóttirNotendafulltrúi513-6350
Elfa María GeirsdóttirFélagsráðgjafi513-6350
Elísabet ValsdóttirÞjónustufulltrúi513-6350
Guðrún Edda HaraldsdóttirÞjónustufulltrúi513-6350
Guðrún Helga RagnarsdóttirHjúkrunarfræðingur513-6350
Gyða Dröfn HjaltadóttirSálfræðingur513-6350
Halldór Auðar SvanssonNotendafulltrúi513-6350
Hlynur JónassonAtvinnulífstengill-
Hrönn HarðardóttirTeymisstjóri513-6350
Ingólfur Sveinn IngólfssonYfirlæknir513-6350
Íris Björk ÁsgeirsdóttirÍþrótta- og lýðheilsufræðingur-
Margrét GuðmundsdóttirSálfræðingur513-6350
Merete Kjeldsen Hjúkrunarfræðingur513-6350
Ólöf Birna BjörnsdóttirFjölskyldufræðingur-
Steinunn Margrét GylfadóttirHjúkrunarfræðingur513-6350
Þóra Hrönn ÞorgeirsdóttirHjúkrunarfræðingur513-6320
Þóra Steinunn PétursdóttirFélagsráðgjafi513-6350

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?