Almennar upplýsingar

icon

Samhæfingarstöð krabbameinsskimanaer tekin til starfa.
icon

Konum á Íslandier boðin skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi í samræmi við leiðbeiningar Embættis landlæknis.
icon

Sími 513-6700Hvar er skimað?

Brjóstamyndatakan fer fram í Skógarhlíð 8 í Reykjavík og á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrarlandsvegi.


Leghálsskimanir eru á heilsugæslustöðvum um land allt.

Panta tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini

Einkennalausar konur 40 til 74 ára geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini.


Tímapantanir eru í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga.


Nánari upplýsingar um skimun fyrir brjóstakrabbameini

Panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini

Konur, 23 til 64 ára, um land allt geta pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini með símtali við þá heilsugæslustöð sem hentar best. 

 

Einnig geta þær konur sem fengið hafa boðsbréf í skimunina og búa á höfuðborgarsvæðinu, bókað sig á Mínum síðum á heilsuvera.is

 Við hvetjum allar konur sem hafa fengið boðsbréf að bóka tíma.

 

Nánari upplýsingar um skimun fyrir leghálskrabbameini

Boð í skimun

Konum á Íslandi er boðin skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi í samræmi við skimunarleiðbeiningar Embættis landlæknis.


Miðað er við að konum sé boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini að jafnaði á tveggja ára fresti og konum sé boðin skimun fyrir leghálskrabbameini að jafnaði á fimm ára fresti.

Konum með einkenni frá brjóstum og kvenlíffærum er ráðlagt að leita til læknis. 

Skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi er forvörn sem býðst einkennalausum konum.  Fréttamynd

09.11.2020

Skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta skipulagi, stjórn og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum á Íslandi í kjölfar tillagna skimunarráðs. Markmið breytinganna er að færa verklag nær því skipulagi sem mælt er með í alþjóðlegum skimunarleiðbeiningum. ... lesa meira

Sjá allar fréttir

Skimun fyrir brjóstakrabbameini

Landspítala hefur verið falin framkvæmd skimana fyrir krabbameini í brjóstum frá 1. janúar 2021 í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri.


Í Reykjavík fer þjónustan fyrst um sinn fram í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8. Á vormánuðum 2021 flyst hún á Eiríksgötu 5.


Á Akureyri er þjónustan staðsett á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrarlandsvegi, inngangur C.

Brjóstamyndatakan fer fram í Skógarhlíð 8, Reykjavík og á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Panta tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini

Einkennalausar konur 40 til 74 ára geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini.


Tímapantanir eru í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga.


Í framtíðinni er stefnt að því að allar konur geti bókað eða breytt tíma á Heilsuvera.is.

Miðað er við að konum sé boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti.

Núna stendur til einkennalausum konum á aldrinum 40 - 69 ára boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti og konum á aldrinum 70-74 ára á þriggja ára fresti.

Skimun fyrir leghálskrabbameini

Heilsugæslunni hefur verið falin framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. 


Á  höfuðborgarsvæðinu fer hún fram á öllum 19 heilsugæslustöðvunum. Á landsbyggðinni er skimunin á heilsugæslustöðvunum með sama hætti og undan farin ár.  


Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka þjálfun, taka leghálssýni á öllum 19 heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu með sama hætti og ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa gert á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni. 


Heilsugæslan, í samvinnu við kvennadeild Landspítala og kvennadeild Sjúkrahússins á Akureyri, sinnir og fylgir eftir konum sem þurfa nánari greiningu og eftirlit vegna ákveðinna frumubreytinga í leghálsi.

Panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini

Konur jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem landsbyggðinni geta pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini með símtali við þá heilsugæslustöð sem hentar best. 

 

Einnig geta þær konur sem fengið hafa boðsbréf í skimunina og búa á höfuðborgarsvæðinu, bókað sig á Mínum síðum á heilsuvera.is

 

Við hvetjum allar konur sem hafa fengið boðsbréf eða liðin eru meira en 3 ár frá síðustu skimun að bóka tíma.

 

Miðað er við að konum sé boðin skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ár fresti á aldursbilinu 23-29 ára og á fimm ára fresti á aldursbilinu 30-65 ára.

Leghálsskimanir eru á heilsugæslustöðvum.

Fróðleikur á heilsuvera.is

Væntanlegt

Við erum að undirbúa fræðsluefni um skimanir fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini á heilsuvera.is

magnifier
StarfsmennStarfsheitiSímiNetfang
Guðbjörg S. HaraldsdóttirMóttökuritari513-6700
Guðrún Erla RichardsdóttirMóttökuritari513-6700
Hejdi PetersenVerkefnastjóri513-6700
Pálína ValdimarsdóttirMóttökuritari513-6700
Sigríður ÞorsteinsdóttirHjúkrunarfræðingur513-6700
Þóra JónsdóttirHjúkrunarfræðingur513-6700

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?