Upplýsingar

Samhæfingarstöð krabbameinsskimana veitir nánari upplýsingar í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00. Einnig er hægt að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is.

Panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini

Konur, 23 til og með 64 ára, um land allt geta pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini með símtali við þá heilsugæslustöð sem hentar best. 

 

Einnig geta þær konur sem fengið hafa boðsbréf í skimunina og búa á höfuðborgarsvæðinu, bókað sig á Mínum síðum á heilsuvera.is

 

Nánari upplýsingar um skimun fyrir leghálskrabbameini

Panta tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini

Einkennalausar konur 40 til 74 ára geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini.

 

Tímapantanir í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is.

 

Nánari upplýsingar um skimun fyrir brjóstakrabbameini

Við hvetjum allar konur sem hafa fengið boðsbréf að bóka tíma.

Hvar er skimað?

Leghálsskimanir eru í boði á heilsugæslustöðvum um land allt.

 

Brjóstamyndatakan fer fram á Brjóstamiðstöð, Eiríksgötu 5 í Reykjavík og á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrarlandsvegi.

 

Einnig er skimað fyrir brjóstakrabbameini á nokkrum stöðum á landsbyggðinni á vorin og öðrum stöðum á haustin.

 

Dagskrá skimunar fyrir brjóstakrabbameini á landsbyggðinni

Skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi er forvörn sem býðst einkennalausum konum. 

Konum með einkenni frá brjóstum og kvenlíffærum er ráðlagt að leita til læknis. 

Boð í skimun

Konum á Íslandi er boðin skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi í samræmi við skimunarleiðbeiningar Embættis landlæknis.

Konum á aldrinum 40 til 69 ára er boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti og konum á aldrinum 70 til 74 ára á þriggja ára fresti.

Konum er boðin skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti á aldursbilinu 23 til 29 ára og á fimm ára fresti á aldursbilinu 30 til 64 ára. 

Afþakka boð í skimun

Ef þú óskar eftir því að fá ekki boð í skimanir þarf beiðni um það að fara í gegnum heilsugæsluna. Einfaldasta leiðin til þess er að senda skilaboð í heilsuveru. 

  • Skráðu þig inn á Mínar síður á heilsuvera.is með rafrænum skilríkjum 
  • Veldu Samskipti og svo Ný fyrirspurn 
  • Í reitinn Efnistök skráirðu erindið þitt - Taka af boðunarlista fyrir legháls- og/eða brjóstaskimun 
  • Í reitinn Lýsing skráirðu í stuttu máli ástæðu þess að þú óskar eftir að nafn þitt verði tekið af skimunarskrá hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. 

Ef þú ert ekki viss hvort þú eigir að fara í skimanir, t.d. vegna fyrri aðgerða, ráðleggjum við þér að tala þinn lækni til að fá upplýsingar og leiðbeiningar. Ef þörf er á er hægt að fá ráðleggingar hjá okkur á Samhæfingarstöð krabbameinsskimana.

Skimun fyrir brjóstakrabbameini

Landspítala hefur verið falin framkvæmd skimana fyrir krabbameini í brjóstum í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri.

 

Í Reykjavík fer brjóstaskimunin fram í Brjóstamiðstöð, sem er á 3. hæð á Eiríksgötu 5. 

 

Á Akureyri er þjónustan staðsett á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrarlandsvegi, inngangur C.

Panta tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini

Einkennalausar konur 40 til 74 ára geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini.

 

Tímapantanir í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga. 

Einnig er hægt að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is.

 

Í framtíðinni er stefnt að því að allar konur geti bókað eða breytt tíma á Heilsuvera.is.

 

Núna er einkennalausum konum á aldrinum 40 - 69 ára boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti og konum á aldrinum 70-74 ára á þriggja ára fresti.

Skimun á landsbyggðinni

Vorið 2022 verður skimað fyrir brjóstakrabbameini á þessum stöðum, með fyrirvara um breytingar:

  • Vestmannaeyjar - 14.til 18.mars
  • Sauðárkrókur - 21. til 24.mars
  • Blönduós - 29. til 30. mars
  • Húsavík - 4. til 7. apríl

Haustið 2021 var skimað á þessum stöðum:

  • Búðardalur, Egilsstaðir, Eskifjörður, Grundarfjörður, Hólmavík, Hvolsvöllur, Ísafjörður, Ólafsvík, Patreksfjörður, Selfoss, Stykkishólmur.

Vorið 2021 var skimað á þessum stöðum:

  • Borgarnes, Blönduós, Hvammstangi, Höfn, Sauðárkrókur og Siglufjörður

Viltu vita meira?

Myndband um brjóstaskimun á Eiríksstöðum

Lestu meira í nýjum bæklingi frá Embætti landlæknis

Lestu meira um skimanir fyrir brjóstakrabbameini á heilsuvera.is

Skimun fyrir leghálskrabbameini

Heilsugæslunni hefur verið falin framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. 


Á  höfuðborgarsvæðinu fer hún fram á öllum 19 heilsugæslustöðvunum. Á landsbyggðinni er skimunin á heilsugæslustöðvunum með sama hætti og undanfarin ár.  


Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka þjálfun, taka leghálssýni á öllum 19 heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu með sama hætti og ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa gert á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni. 


Heilsugæslan, í samvinnu við kvennadeild Landspítala og kvennadeild Sjúkrahússins á Akureyri, sinnir og fylgir eftir konum sem þurfa nánari greiningu og eftirlit vegna ákveðinna frumubreytinga í leghálsi.

Viltu vita meira?

Lestu meira í nýjum bæklingi frá Embætti landlæknis 

 Lestu meira um skimanir fyrir leghálskrabbameini á heilsuvera.is

Panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini

Konur jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem landsbyggðinni geta pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini með símtali við þá heilsugæslustöð sem hentar best. 

 

Einnig geta þær konur sem fengið hafa boðsbréf í skimunina og búa á höfuðborgarsvæðinu, bókað sig á Mínum síðum á heilsuvera.is

 

Við hvetjum allar konur sem hafa fengið boðsbréf eða liðin eru meira en 3 ár frá síðustu skimun að bóka tíma.

 

Miðað er við að konum sé boðin skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti á aldursbilinu 23-29 ára og á fimm ára fresti á aldursbilinu 30-64 ára.

Leghálsskimanir eru á heilsugæslustöðvum.

Um stöðina

Samhæfingarstöð krabbameinsskimana er til húsa í Þönglabakka 1, 109 Reykjavík.

 

Brjóstamyndatakan fer fram að Eiríksgötu 5 í Reykjavík og á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrarlandsvegi. Leghálsskimanir eru á heilsugæslustöðvum um land allt.

magnifier
StarfsmennStarfsheitiSímiNetfang
Anna Sigríður VernharðsdóttirLjósmóðir513-6700
Ágúst Ingi ÁgústssonYfirlæknir513-6700
Árni ÓlafssonFulltrúi513-6700
Guðbjörg S. HaraldsdóttirMóttökuritari513-6700
Guðrún Erla RichardsdóttirMóttökuritari513-6700
Halldór Ásgeir Risten SvanssonVerkefnastjóri513-6700
Hrafnhildur GrímsdóttirHjúkrunarfræðingur513-6700
Inga Jakobína ArnardóttirSérfæðingur513-6700
Jóna ÓlafsdóttirHjúkrunarfræðingur513-6700
Kolbrún ArnardóttirFulltrúi513-6700
Mirela Líf ÞórsdóttirHeilsugæsluritari513-6700
Pálína ValdimarsdóttirMóttökuritari513-6700
Tinna KjartansdóttirFulltrúi513-6700

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?