Fréttamynd

26.10.2018

Pistill forstjóra - október 2018

Starfsfólk Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar hefur komið sér fyrir á þriðju hæðinni á Álfabakka 16, en þar mun miðstöðin hafa aðsetur sitt. Húsnæði Þróunarmiðstöðvarinnar var allt gert upp í sumar og byrjun hausts og vonandi að vel fari um starfsfólkið. Nú er unnið að því að fjölga í starfsliði miðstöðvarinnar í samræmi við áætlanir þar um og vonandi styttist í skipun fagráðsins. Ég skynja mikinn metnað og tilhlökkun hjá starfsfólkinu og það verður gaman að fá að fylgjast með starfi þeirra á næstu mánuðum. Við óskum þeim öllum góðs gengis í sínum metnaðarfullu störfum... lesa meira

Fréttamynd

19.10.2018

Sextán nýir sérfræðingar í heimilislækningum

Á heimilislæknaþinginu sem haldið var í Borgarnesi 5. – 6. október síðastliðinn voru sextán nýir sérfræðingar í heimilislækningum boðnir velkomnir í hópinn. Þetta eru þeir sem hafa lokið sérfræðinámi á síðustu tveimur árum. Meirihluti nýju sérfræðinganna, eða tíu, luku sérfræðinámi sínu hér á Íslandi en sex koma til starfa eftir nám erlendis, flestir frá Svíþjóð en einn frá Hollandi. ... lesa meiraFréttamynd

01.10.2018

Breytingar á stöðum fagstjóra hjúkrunar

Breytingar hafa orðið á stöðum fagstjóra hjúkrunar í Heilsugæslunni Hlíðum og Miðbæ í haust í kjölfar þess að Eva Kristín Hreinsdóttir lét af starfi fagstjóra hjúkrunar í Heilsugæslunni Hlíðum. ... lesa meira

Sjá allar fréttir