Lions gefur Heilsugæslunni Garðabæ skoðunarbekki

Mynd af frétt Lions gefur Heilsugæslunni Garðabæ skoðunarbekki
03.10.2018

Lionsklúbbur Garðabæjar hefur fært Heilsugæslunni Garðabæ tvo skoðunarbekki að gjöf.

Bekkirnir eru rafknúnir en það auðveldar vinnu starfsfólks og er til mikilla þæginda fyrir skjólstæðinga stöðvarinnar.

Bekkirnir munu koma að góðum notum og færum við Lionsklúbbi Garðabæjar bestu þakkir fyrir gjöfina. 

Gjafir sem þessar styðja við mikilvægt starf heilsugæslunnar. 

Á myndinni eru fulltrúar Lionsklúbbsins og stjórnendur heilsugæslustöðvarinnar: Ásmundur Jónasson, svæðisstjóri / fagstjóri lækninga og Margrét Björnsdóttir, fagstjóri hjúkrunar.