Sálfræðingur - Geðheilsumiðstöð barna HH
Hefur þú áhuga á að taka þátt í starfi með börnum og unglingum með geð- og þroskavanda?
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að sálfræðingi til starfa í greiningarteymi Geðheilsumiðstöðvar barna. Teymið sinn nánari greiningu barna og unglinga að 18 ára aldri ef sterkar vísbendingar eru um athyglisbrest, ofvirkni (ADHD) eða skyldar raskanir, svo sem tilfinningavanda, hegðunarerfiðleika, samskiptavanda eða hamlandi einkenni einhverfurófs.
Geðheilsumiðstöð barna (GMB) veitir 2. stigs heilbrigðisþjónustu á landsvísu fyrir fjölskyldur með börn frá meðgöngu að 18 ára aldri. Miðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga. Starfshópur GMB er þverfaglegur og vinnur eftir markvissu skipulagi með fagleg gæði að leiðarljósi. Áhersla er á gott viðmót og fjölskyldumiðaða þjónustu. GMB á reglulegt samstarf við þjónustuveitendur víðsvegar um landið og sinnir starfsþjálfun háskólanema á sviðinu.
Um er að ræða 100% tímabundið starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. desember nk. eða eftir nánara samkomulagi. Til greina kemur að ráða áhugasaman reynsluminni sálfræðing fáist ekki sálfræðingur með reynslu í starfið.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi við greiningu, ráðgjöf og meðferð barna með geð- eða þroskavanda. Sálfræðingur tekur virkan þátt í umbótastarfi og þróun þjónustu. Sálfræðingur leggur fyrir ýmis sérhæfð greiningarviðtöl og sálfræðileg próf. Fjölskylduvinna er einn lykilþátta starfsins.
Hæfnikröfur
- Starfsleyfi frá Embætti landlæknis sem sálfræðingur
- A.m.k. 5 ára starfsreynsla af klínísku starfi er æskileg
- Reynsla af þverfaglegri teymisvinnu við greiningu á geð- og þroskavanda hjá börnum
- Reynsla af notkun helstu greiningartækja fyrir börn og ungmenni
- Sérhæfing á sviði þroska-, geð- og hegðunarvanda hjá börnum æskileg
- Þekking og reynsla af einhverfu greiningum æskileg
- Faglegur metnaður, sjálfstæði í starfi, frumkvæði og öguð vinnubrögð
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi og vilji til að starfa í þverfaglegu teymi
- Góð íslenskukunnátta
Nánari Lýsing
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Jafnframt skal leggja fram afrit af leyfisbréfi og prófskírteinum ásamt hreinu sakavottorði. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Sigurborgar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.11.2025
Nánari upplýsingar veitir
Klara Eiríka Finnbogadóttir - Klara.Eirika.Finnbogadottir@heilsugaeslan.is - 513-6600
HH Geðheilsumiðstöð barna
Álfabakki 16
109 Reykjavík