Sérnámsstöður í heimilislækningum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sérnámsstöður í heimilislækningum. Upphafsdagur ráðninga er 01. janúar 2026 eða eftir nánara samkomulagi og með fyrirvara um samþykki kennsluráðs sérnáms í heimilislækningum á Íslandi. 

Sérnám í heimilislækningum hefur verið starfrækt á Íslandi í rúma þrjá áratugi og byggir sérnámið á marklýsingu Félags íslenskra heimilislækna, sjá nánar á: https://throunarmidstod.is/kennsla/sernam-i-heimilislaekningum/

Í sérnáminu er gert ráð fyrir einstaklings- og hæfnimiðuðu námi með  handleiðslu og eftirliti þannig að sérnámslæknir nái að tileinka sér þá þekkingu, færni, viðhorf og skilning sem marklýsingin kveður á um.

Sérnámið fer fram undir virkri handleiðslu sérfræðings í heimilislækningum sem fylgir sérnámslækni eftir allan námstímann. Námið fer fram á heilsugæslustöð í þrjú ár og á sjúkrahúsi í tvö ár. Starfshlutfall er að jafnaði 100%. 

Kostir sérnáms í heimilislækningum: 

  • Skipulagt sérnám með einstaklingsmiðaðri námsáætlun
  • Starfsnám undir virkri handleiðslu reyndra sérfræðinga
  • Blokkasamningur varðandi sjúkrahúshluta sérnámsins
  • Hópkennsla hálfan dag í viku
  • Þátttaka í rannsókna- eða gæðastarfi
  • Sameiginlegar námsferðir innanlands sem utan
  • Rafræn sérnámsmappa sem heldur utan um framgang í námi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almennar lækningar og heilsuvernd
  • Vaktþjónusta
  • Nám samhliða starfi
  • Rannsóknar og gæðastarf

Hæfnikröfur

  • Íslenskt lækningaleyfi
  • Að hafa lokið kandídatsári sérnámsgrunni eða sambærilegu námi
  • Mjög góðir samskiptahæfileikar, fagmennska og jákvæðni
  • Hæfni og vilji til að vinna náið með skjólstæðingum og samstarfsfólki
  • Frumkvæði, faglegur metnaður og geta til að starfa sjálfstætt
  • Áreiðanleiki, samviskusemi og vandvirkni
  • Lausnamiðuð hugsun og vinnubrögð
  • Vilji til þátttöku í þverfaglegri teymisvinnu
  • Íslenskukunnátta nauðsynleg
  • Hreint sakavottorð

Nánari Lýsing

Stéttarfélag er Læknafélag Íslands. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um læknismenntun, læknisstörf og vísinda- og rannsóknarstörf ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi. Ef við á skal einnig fylgja staðfesting á gögnum úr öðru sérnámi og umsögn frá kennsustjóra. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum, umsögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Sigurborgu Jónsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu. Umsókn getur gilt í 6 mánuði. HH áskilur sér rétt á að óska eftir hreinu sakavottorði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 22.09.2025

Nánari upplýsingar veitir

Margrét Ólafía Tómasdóttir - margret.olafia.tomasdottir@heilsugaeslan.is - null

Víóletta Ósk Hlöðversdóttir - violetta.osk.hlodversdottir@heilsugaeslan.is - null

HH Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
Álfabakki 16
109 Reykjavík

Sækja um starf »