Skrifstofustjóri - Geðheilsuteymi austur

Geðheilsuteymi austur leitar að skipulögðum og drífandi einstakling í starf skrifstofustjóra. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og lausnamiðaður með frábæra samskiptahæfni.

Við Geðheilsuteymi HH austur starfar fjölbreyttur þverfaglegur hópur starfsmanna sem leggur áherslu á góða samvinnu fagstétta með hag skjólstæðingsins að leiðarljósi. Teymið vinnur eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda.

Um er að ræða 100% ótímabundið starf og er æskilegt að viðkomandi getið hafið störf 1. október nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stýrir daglegum rekstri skrifstofu, móttöku skjólstæðinga og sér um símsvörun
  • Skipuleggur vinnufyrirkomulag og móttöku þannig að rekstur stöðvarinnar raskist ekki
  • Skipuleggur og heldur samráðsfundi fyrir móttökuna
  • Á í samskiptum við tilvísendur og aðrar stofnanir í samráði við svæðisstjóra
  • Kemur að móttöku nema og nýrra starfsmanna í samráði við svæðisstjóra 
  • Heldur utan um gæða- og öryggismál starfsstöðvar í samráði við svæðisstjóra, stuðlar að gæðaþróun og árangursmati í starfi stöðvar
  • Heldur utan um kerfisumsjón á starfstöð 
  • Fylgist með skráningu skjólstæðinga  
  • Ráðgjöf og þjónusta við starfsmenn og þjónustuþega
  • Stuðlar að góðri vinnustaðamenningu

Hæfnikröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sambærilegu starfi skilyrði
  • Reynsla af verkstjórn æskileg
  • Reynsla af Sögukerfi æskileg
  • Reynsla af því að hafa unnið á heilsugæslu æskileg
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni, sveigjanleiki og góðir skipulagshæfileikar
  • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
  • Þekking á exel og öðrum forritum skilyrði
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Góð almenn enskukunnátta æskileg

Nánari Lýsing

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir hreinu sakavottorði.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 22.08.2025

Nánari upplýsingar veitir

Sigríður Hrönn Bjarnadóttir - sigridur.hronn.bjarnadottir@heilsugaeslan.is - 513-6320

HH Geðheilsuteymi austur
Álfabakki 16
109 Reykjavík

Sækja um starf »