5. árs læknanemi - Sumarstarf Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leggur metnað sinn í að veita 5. árs læknanemum tækifæri á sumarstarfi hjá stofnuninni. Starfað er með sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi heilsugæslustöðvanna.

Ef þú ert læknanemi á fimmta ári að leita að skemmtilegu og krefjandi sumarstarfi viljum við hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fá þig til starfa. Þú færð góða reynslu af fjölbreyttum og spennandi verkefnum hjá okkur, til dæmis almennum lækningum, heilsuvernd og vaktþjónustu. Þú færð líka að verðmæta reynslu af því að vinna sem hluti af frábærum þverfaglegum hópi á góðum vinnustað. Ef þetta hljómar vel viljum við endilega heyra í þér sem fyrst.  

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfssvið fimmta árs læknanema er víðtækt og felst m.a. í almennum lækningum, heilsuvernd og vaktþjónustu. 

Hæfnikröfur

  • A.m.k. 5 ára nám í læknisfræði
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áreiðanleiki, faglegur metnaður, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Gott vald á íslensku og ensku

Nánari Lýsing

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.  Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 20 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.05.2024

Nánari upplýsingar veitir

Rósa Eiríksdóttir - rosa.eiriksdottir@heilsugaelsan.is - 513-5034

Hulda Þorbjörg Stefánsdóttir - hulda.thorbjorg.stefansdottir@heilsugaeslan.is - 513-5033

HH Svið mannauðs- og nýliðunar
Álfabakki 16
109 Reykjavík

Sækja um starf »