Sérfræðilæknir / almennur læknir - Geðheilsuteymi fangelsa HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust til umsóknar ótímabundið 50% starf sérfræðilæknis við Geðheilsuteymi  fangelsa, GHF. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi. Við Geðheilsuteymið starfar geðlæknir ásamt hjúkrunarfræðingum og sálfræðingum.

Sérfræðilæknir er þátttakandi í þverfaglegri geðheilbrigðisþjónustu á vegum Geðheilsuteymis fangelsa, sem sinnir almennri og sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu svo sem greiningu og meðferð geðraskana, fíknivanda og taugaþroskaraskana, einkum ADHD. Þjónusta GHF er ætluð föngum í afplánun eða gæsluvarðhaldi sem hafa því takmarkaðan aðgang að almennri geðheilbrigðisþjónustu. GHF  sinnir í vaxandi mæli eftirfylgd fanga á reynslulausn (utan fangelsa).  GHF annast greiningu og meðferð ópíatasjúkdóma með buprenorfíni (Suboxone, Buvidal).

Til greina kemur að ráða almennan lækni, sem ekki hefur lokið sérnámi, en uppfyllir hæfnikröfur að öðru leyti fáist ekki sérfræðingur í starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu og teymisfundum GHF
 • Þátttaka í greiningu geðheilsuvanda og gerð meðferðaráætlana í samstarfi við aðra heilbrigðisstarfsmenn teymisins
 • Samskipti og samvinna við heilsugæslulækna og sérfræðilækna er lýtur að rannsóknum, greiningu og lyfjameðferð fanga í þjónustu GHF
 • Viðtöl við fanga í þjónustu GHF sem þurfa læknisviðtöl vegna geð- og fíknieðferðar
 • Ávísun lyfja og framfylgd lyfjafyrirmæla (skammtastærðir, lyfjabreytingar, fráhvarfs- og viðhaldsmeðferð vegna fíknivanda)
 • Eftirlit með árangri, aukaverkunum, milliverkunum lyfja og öðrum þáttum í lyfjameðferð fanga í þjónustu GHF

Hæfnikröfur

 • Íslenskt lækningaleyfi
 • Íslenskt sérfræðileyfi í geðlækningum eða heimilislækningum er æskilegt
 • Reynsla af vinnu á geðdeild eða fíknimeðferð
 • Reynsla eða áhugi á að vinna með skjólstæðinga með fíknivanda, persónuleikaraskanir eða annan flókinn samsettan vanda
 • Þekking og reynsla á sviði geðlækninga, heimilislækninga, eða lyflækninga
 • Reynsla af vinnu í heilsugæslu
 • Reynsla og góð færni í að vinna í þverfaglegu teymi
 • Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
 • Framúrskarandi samskiptahæfni, fagmennska og jákvæðni
 • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
 • Góð íslenskukunnátta og gott vald á rituðu íslensku máli
 • Góð almenn tölvukunnátta

Nánari Lýsing

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.  Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 08.08.2022

Nánari upplýsingar veitir

Sigurður Örn Hektorsson - sigurdur.orn.hektorsson@heilsugaeslan.is - 513-5600

Helena Bragadóttir - Helena.Bragadottir@heilsugaeslan.is - 513-5600

HH Geðheilsuteymi HH fangelsi
Álfabakki 16
109 Reykjavík

Sækja um starf »