Svör eftir leghálsskimun

Mynd af frétt Svör eftir leghálsskimun
23.07.2021

Það er í forgangi hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana (SKS) að koma öllum svörum til kvenna.

Búið að koma öllum svörum í ferli, nema þeim sem bárust á síðustu vikum og senda til Embættis landlæknis til birtingar í skimunarskrá.  Verið er að vinna með svör sem hafa borist í júlí og eiga öll svör að vera afgreidd í ágúst, hvort sem niðurstöður eru eðlilegar eða frávik finnst. Þá þarf að upplýsa konur og vísa í viðeigandi úrræði.  

Hluti þessara kvenna fékk bréf nú á síðustu dögum með upplýsingum um afbrigðilegar niðurstöður en engin úrræði. Bréfið fór út fyrir misskilning og er alls ekki fullnægjandi enda ekki rétt að skilja konur eftir með fleiri spurningar en svör. Unnið er að því að upplýsa þessar konur og tryggja úrlausn m.a. í samráði við kvennadeild LSH og kvensjúkdómalækna.