Lausnarmót til að þróa heilbrigðislausnir

Mynd af frétt Lausnarmót til að þróa heilbrigðislausnir
14.12.2022
Frestur til að sækja um að taka þátt í lausnarmóti Heilsutækniklasans rennur út 15. janúar. Markmiðið með lausnarmótinu er að búa til notendamiðaðar heilbrigðislausnir með hugsun, ferlum og aðferðum nýsköpunar.

Lausnamót Heilsutækniklasans er lengri útgáfan af svokölluðu hakkaþoni og mun standa yfir frá janúar og fram í maí 2023. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sett fram fimm áskoranir sem þátttakendur geta unnið að í samstarfi við stofnunina. Þá hafa Landspítalinn og embætti landlæknis einnig lagt fram hugmyndir að verkefnum.

Þær áskoranir sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lagt til lausnarmótsins tengjast meðal annars áhættuhópum vegna inflúensu, sjálfsmatsverkefnum á Heilsuveru, þvagfærasýkingum og klamydíu, stöðumati fyrir heimahjúkrun og skimunum og ferli ADHD-skimana.

Frekari upplýsingar um lausnarmótið og áskoranir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og öðrum þátttakendum má finna á vef Heilsutækniklasans. Frestur til að sækja um þátttöku er til 15. janúar næstkomandi.