Verkfall hefur veruleg áhrif á þjónustu HH

Mynd af frétt Verkfall hefur veruleg áhrif á þjónustu HH
14.10.2015

Verkfall SFR og SLFÍ  15, 16, 19. og 20. október hefur veruleg áhrif á þjónustu heilsugæslustöðva og heimahjúkrunar.

Allar heilsugæslustöðvar verða opnar en þjónustan verður með eftirfarandi hætti meðan verkfall stendur yfir:

  • Læknar/aðrir starfsmenn taka á móti bókuðum sjúklingum, 
  • Lyf fást ekki endurnýjuð símleiðis verkfallsdaga en bent á almenna læknamóttöku og Veruna. 
  • Móttaka síðdegisvaktar fellur niður
  • Símatímar hjá læknum/öðrum starfsmönnum sem fara í gegnum ritara falla niður.
  • Engar tímabókanir í gegnum síma.
  • Sjúklingum bent á að koma á stöð geti erindið ekki beðið. Hjúkrunarfræðingur/læknir metur hvort erindið sé brýnt og vísar frá ef álagið er mikið.
Heimahjúkrun:
  • Einungis allra brýnustu verkefnum verður sinnt í heimahjúkrun.