80 ára og eldri geta fengið fjórða skammtinn af bóluefni

Mynd af frétt 80 ára og eldri geta fengið fjórða skammtinn af bóluefni
26.04.2022
Einstaklingar 80 ára og eldri geta fengið fjórða skammtinn af bóluefni vegna Covid-19 á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. 

Til að geta fengið fjórða skammt bóluefnisins þurfa að lágmarki fjórir mánuðir að hafa liðið frá þriðja skammti bóluefnisins en ekki skiptir máli hvort viðkomandi hefur smitast af Covid-19 eða hvenær. 

Bólusetningarnar fara fram á heilsugæslustöðvum og þarf að bóka tíma fyrir fram. Hægt er að bóka með símtali eða í gegnum mínar síður á vefnum Heilsuvera.

Eins og fram kemur í frétt á vef Landlæknis ákvað sóttvarnalæknir að þessum hópi yrði boðið upp á fjórða skammt bóluefnisins. Ákvörðunin byggir á nýtilkominni reynslu erlendis frá af gagnsemi slíkra bólusetninga fyrir aldraða, sérstaklega þá sem hafa sjúkdóma sem auka hættu á alvarlegum Covid-19 veikindum.