Fyrirlestur starfsmanna ÞHS á alþjóðlegri ráðstefnu CHADD

Mynd af frétt Fyrirlestur starfsmanna ÞHS á alþjóðlegri ráðstefnu CHADD
09.11.2018

Í gær, 8. nóvember, héldu dr. Dagmar Hannesdóttir sálfræðingur og Margrét Ísleifsdóttir iðjuþjálfi á Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS), fyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu CHADD í St. Louis, Missouri.

Fyrirlesturinn fjallaði um nýjustu útgáfu færniþjálfunarnámskeiðsins Snillingarnir og árangursrannsóknir á efninu.

Sömuleiðis voru þær með sérstakan kynningarbás um Snillinganámskeiðið.

Árlegar ráðstefnur CHADD samtakanna eru mjög virtar og fjölsóttar og þar mæta til leiks margir helstu sérfræðingar á sviði ADHD.

Nánari upplýsingar um CHADD og ráðstefnuna má fá á vef samtakanna.

Á efri myndinni eru frá vinstri, Dagmar og Margrét og á neðri myndinni er einnig Steinunn Jensdóttir sálfræðingur á ÞHS.