Sýnatökur vegna COVID-19 eftir 19. ágúst

Mynd af frétt Sýnatökur vegna COVID-19 eftir 19. ágúst
21.08.2020

Sýnatökur þeirra sem eru með einkenni.

Heilsugæslustöðvar annast sýnatökur hjá einstaklingum sem eru með einkenni sem geta bent til COVID-19.

Þau eru :

  • hiti ≥ 38,5°C við skoðun 
  • bein- og vöðvaverkir 
  • hósti eða andþyngsli 
  • skyndilegar breytingar á bragð- og/eða lyktarskyni 
  • önnur sjaldgæfari einkenni, t.d. kvefeinkenni, hálssærindi, ógleði, uppköst eða niðurgangur 

Heilsugæslustöðvar taka ekki sýni hjá einkennalausu fólki.

Hringdu á heilsugæslustöðina þína til að óska eftir sýnatöku. Mjög mikilvægt er að enginn sem er með hugsanleg COVID einkenni komi á heilsugæslustöð, alltaf þarf að hringja á undan.

Niðurstöður berast oftast innan sólarhrings. Neikvæðar niðurstöður á mínum síðum heilsuveru og jákvæðar í símtali. Einstaklingur með möguleg einkenni þarf að vera í einangrun þar til neikvæðar niðurstöður berast.

Sýnatökur þeirra sem koma til landsins

Allir sem koma til landsins þurfa að fara í sýnatöku við komuna til landsins og eftir fimm sólarhringa.

Ekki er hægt að flýta seinni sýnatöku því það tekur nokkra daga fyrir nýtt smit að greinast.

Fyrir höfuðborgarsvæðið er seinni sýnatakan að Suðurlandsbraut 34, 108 Reykjavík, jarðhæð, á milli kl. 8:30 og 15:00 virka daga og 12:00-15:00 um helgar.