Vefbókanir í boði á ný

Mynd af frétt Vefbókanir í boði á ný
28.01.2021

Það er búið að opna aftur fyrir vefbókanir inn á mínum síðum á www.heilsuvera.is. Vegna COVID-19 þurfti tímabundið að loka þessum möguleika til að hafa meiri stjórn á komum inn á stöðvarnar. 

Nú geta allir aftur bókað tíma hjá lækni á heilsugæslunni sinni í heilsuveru.  Við biðjum þó fólk með flensulík einkenni (hita, beinverki, hósta, kvef) að fara fyrst í COVID sýnatöku áður en það pantar tíma til að útiloka COVID sýkingu.

Einnig er nú hægt að bóka samdægurstíma í vefbókun frá kl. 8:00 að morgni. Áður þurfti að hringja til bóka þessa tíma. 

Þetta er í takt við okkar markmið um að tryggja að aðgengi að þjónustu okkar sé sem best. 

Starfsmenn  heilsugæslunnar þakka þolinmæði og tillitssemi á undanförnum mánuðum.  

Við minnum áfram á mikilvægi sóttvarna á starfsstöðvum okkar til að tryggja órofna þjónustu.