Nýr svæðisstjóri Heilsugæslunni Hamraborg

Mynd af frétt Nýr svæðisstjóri Heilsugæslunni Hamraborg
14.01.2019

Kristján Oddsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri og fagstjóri lækninga við Heilsugæsluna Hamraborg frá 1. febrúar 2019 til fimm ára. 

Kristján hlaut sérfræðiviðurkenningu í heimilislækningum árið 1994, sérfræðiviðurkenningu í embættislækningum árið 1997, sérfræðiviðurkenningu í heilbrigðisstjórnun árið 1998 og sérfræðiviðurkenningu í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum árið 2003. 

Kristján lauk meistaranámi í heilbrigðisstjórnun frá Minnesota háskóla 1997, meistaranámi í lýðheilsuvísindum frá Tromsö háskóla 1999 og diplómagráðu í viðskiptastjórnun frá Heriot-Watt háskóla 2003.

Kristján hefur starfað á heilbrigðisstofnunum innanlands sem utan sem sérfræðingur og stjórnandi. 

Hann tekur við svæðisstjórastarfinu af Kristjönu Kjartansdóttur sem hættir vegna aldurs. Hún hefur starfað lengi hjá HH, þar af frá árinu 2000 sem yfirlæknir Í Heilsugæslunni Hamraborg og svæðisstjóri í framhaldi af því.

Við þökkum Kristjönu góð störf í áratugi og bjóðum  Kristján Oddsson velkominn til starfa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.