Nýr framkvæmdastjóri hjúkrunar ráðinn

Mynd af frétt Nýr framkvæmdastjóri hjúkrunar ráðinn
07.11.2018
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur störf 1. desember.

Ragnheiður Ósk er sviðsstjóri skólasviðs á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og kennslustjóri sérnáms í heilsugæsluhjúkrun. 

Hún hefur starfað hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðan 2004, með árshléi þegar hún var deildarstjóri barnadeildar Landspítalans. Áður starfaði hún meðal annars hjá Landspítala, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, mest á barnadeildum.

Ragnheiður Ósk er með MA í mannauðsstjórnun frá HÍ, MS í hjúkrunarfræði frá HÍ og BS í hjúkrunarfræði frá HA.

Hún hefur kennt við HÍ, HA og víðar og haft umsjón með meistaranámi í HA og HR auk þess að skipuleggja námskeið og fræðsludaga fyrir skólahjúkrunarfræðinga og aðra.

Hún hefur stýrt og tekið þátt í ýmsum þróunar- og rannsóknarverkefnum, bæði á landsvísu og í alþjóðlegu samstarfi.

Við bjóðum Ragnheiði Ósk velkomna til áframhaldandi starfa hjá HH.