Samningur um ræstingu

Mynd af frétt Samningur um ræstingu
16.12.2008

Þann 16. desember var undirritaður samningur við ISS Ísland ehf. um ræstingu á húsnæði 10 heilsugæslustöðva. Samningurinn er til 2ja ára og gildir frá 1. janúar 2009. Forstjóri Heilsugæslunnar Svanhvít Jakobsdóttir og framkvæmdastjóri ISS Ísland Guðmundur Guðmundsson staðfestu samninginn með undirritun.

Ræsting stöðvanna var boðin út á vegum Ríkiskaupa og bárust tilboð frá 9 aðilum. Við útboðsgerð var lögð áhersla á gæðastjórnun og skipulegt eftirlit með framkvæmd verkefna. Þá var einnig fengið tilboð í hreingerningar og bónun gólfa eftir samkomulagi á hverjum stað.

Á næstu dögum mun þjónustustjóri og fulltrúi ISS ásamt verkefnastjóra Heilsugæslunnar heimsækja hverja starfsstöð sem fellur undir samninginn og fara yfir helstu þætti hans með yfirhjúkrunarfræðingum. Lögð er áhersla á að kynningu verði lokið fyrir 23. desember þannig að ræsting á þessum stöðvum geti hafist með eðlilegum hætti strax þann 2. janúar nk.

Á myndinni sjást Guðmundur Guðmundsson og Svanhvít Jakobsdóttir undirrita samninginn. Við hlið Svanhvítar er Björk Baldvinsdóttir sölu- og markaðsstjóri ISS. Með þeim á myndinni eru Jónas Guðmundsson, Sigurlaug Björg Stefánsdóttir verkefnastjóri Ríkiskaupa og Birna Bjarnadóttir.