Rafræn samskipti tvöfölduðust

Mynd af frétt Rafræn samskipti tvöfölduðust
28.08.2020

Áhugavert er að bera saman skráð samskipti fyrstu sex mánuði áranna 2019 og 2020. 

Myndirnar sýna tölur frá heilsugæslustöðvunum okkar sem eru fimmtán talsins.

Fróðlegt er að sjá samsetningu samskipta árið 2020 þegar heilsugæslustöðvarnar veittu fjarþjónustu í þeim tilvikum sem það var hægt.

Samskiptaflokkarnir eru viðtöl á heilsugæslustöð, símtal, vitjun í heimahús og rafræn samskipti á Mínum síðum Heilsuveru.

Viðtölum fækkaði meðan símtölum fjölgaði og rafræn samskipti tvöfölduðust.

Á neðri myndinni sést að mikil aukning var á samskiptum fyrri helming árs 2020 vegna COVID-19, eða 527.893 skráð samskipti samanborið við 442.067 árið 2019.