Sameining heimahjúkrunar í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.

Mynd af frétt Sameining heimahjúkrunar í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.
09.05.2016

Í dag mánudaginn 9. maí sameinast starfsemi heimahjúkrunar í Hafnarfirði (Firði og Sólvangi), Garðabæ og Kópavogi og flyst að Hlíðasmára 17 í Kópavogi.  

Þessi sameinaða starfsemi ber heitið Heimahjúkrun HH í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi, símanúmerið er 514-5900 og tölvupóstfangið heimahjukrun@heilsugaeslan.is.  Starfsmenn heimahjúkrunar eru með sömu netföng og farsímanúmer og áður.

Við sameininguna verður til eitt móttökuteymi sem tekur við öllum beiðnum um heimahjúkrun fyrir þessi þrjú sveitarfélög. Svæðisstjóri Heimahjúkrunar HH er Sigrún K. Barkardóttir hjúkrunarfræðingur.

Heimahjúkrun HH er starfrækt undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH).  Heimahjúkrun í Mosfellsbæ sem einnig er starfrækt af HH verður áfram sér eining.    

Heimahjúkrun í Reykjavík er aðskilin þessari starfsemi og er rekin af Reykjavíkurborg.