Örvunarskammtur fyrir fólk fætt 1931 eða fyrr

Mynd af frétt Örvunarskammtur fyrir fólk fætt 1931 eða fyrr
17.08.2021

Fimmtudaginn 19. ágúst verður boðið upp á örvunarskammt með mRNA bóluefni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr. Bólusett er í Laugardalshöll.

Flestir á þessum aldri fengu fyrri bólusetningu í janúar eða febrúar og seinni bólusetningu um miðjan febrúar. Um sex mánuðir þurfa að hafa liðið frá seinni skammti af bóluefni.

SMS boð verða ekki send út. Fólk sem er fætt fyrri hluta árs, janúar til júní, er beðið um að koma milli kl. 10:00 og 11:00. Fólk sem er fætt seinni hluta árs, júlí til desember, er beðið um að koma milli kl. 11:00 og 12:00.

Við minnum á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða.  Allir þurfa að bíða í um 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin.