Áformað er að hefja bólusetningar gegn inflúensu á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eftir miðjan október. Bóluefni er ekki komið til landsins og því ekki hægt að bjóða upp á bólusetningar fyrir þann tíma.
Þegar bólusetningar hefjast eftir miðjan október verður hægt að bóka tíma í bólusetningu á Mínum síðum á Heilsuveru eða með því að hringja í sína heilsugæslustöð.
Ekki verður boðið upp á bólusetningu gegn Covid samhliða bólusetningu gegn inflúensu samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis.
Bólusett gegn inflúensu eftir miðjan október
.jpg)
22.09.2025