Boðið verður upp á nýtt námskeið í þyngdarstjórnun og meðferð við offitu hjá Heilsubrú Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í haust. Markmiðið með námskeiðinu er að aðstoða þátttakendur við að byggja upp heilbrigða lífshætt og styðja við eðlilega þyngdarstjórnun líkamans.
Þátttakendur á námskeiðinu koma í fjögur skipti og fara yfir mismunandi atriði tengt þyngdarstjórnun. Stefnt er að því að í lok námskeiðsins hafi þátttakendur bjargráð og þekkingu til að setja sér raunhæf markmið um framhaldið.
Fyrsta námskeiðið hefst miðvikudaginn 20. ágúst og er boðið upp á 90 mínútna tíma einu sinni í viku næstu fjórar vikurnar. Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 1. október og er fyrirkomulagið það sama.
Fjórir námskeiðsdagar
Efnið er brotið niður og fjallað um mismunandi þætti tengt þyngdarstjórnun á þessum fjórum námskeiðsdögum.
- Í fyrsta tímanum er farið yfir þyngdarstjórnunarkerfi líkamans.
- Í öðrum tímanum er fjallað um andlega líðan og áhrif hennar á þyngdarstjórnun.
- Í þriðja tímanum er efnið yfir næring og hreyfing.
- Í fjórða og síðasta tímanum er umfjöllunarefnið lyfjameðferðir og efnaskiptaaðgerðir.
Nánari upplýsingar um námskeiðið, tímasetningar, verð og fleira má finna á námskeiðsvef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar er einnig hægt að skrá sig á námskeiðið og greiða námskeiðsgjaldið.