Nýr bæklingur um leghálsskimanir

Mynd af frétt Nýr bæklingur um leghálsskimanir
13.05.2025

Embætti landlæknis hefur gefið út nýjan bækling á íslensku, ensku og pólsku um skimun fyrir leghálskrabbameini, í samstarfi við Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

Í bæklingnum má finna á einum stað upplýsingar um boðun í leghálsskimun, hvernig skimanir fara fram og í hvaða tilgangi skimað er fyrir leghálskrabbameini, svo eitthvað sé nefnt. 

Konur á aldrinum 23 til 64 ára fá reglulega boð í leghálsskimun og er skimunin framkvæmd á heilsugæslustöðvum um allt land. Konur á aldrinum 23 til 29 ára fá boð um að mæta í skimun á þriggja ára fresti og konur á aldrinum 30 til 64 ára á fimm ára fresti.

Eykur lífslíkur

Skimunin er ætluð einkennalausum, heilbrigðum einstaklingum og er markmiðið að greina leghálskrabbamein á frumstigi. Þannig er hægt að minnka þörf á inngripi, auka líkur á að hægt sé að nota vægari meðferð og auka lífslíkur þeirra sem greinast. 

Hægt er að lesa meira um leghálsskimanir í bæklinginum, sem er aðgengilegur á íslensku, ensku og pólsku: