Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur nú tekið alfarið við símsvörun í síma 1700 af Læknavaktinni og veitir nú ráðgjöf í síma vegna veikinda allan sólarhringinn alla daga ársins.
Starfsfólk Upplýsingamiðstöðvarinnar svarar í síma 1700 allan sólarhringinn auk þess að svara netspjalli Heilsuveru milli 8 og 22 alla daga vikunnar. Þar getur fólk af landinu öllu fengið ráðleggingar hjúkrunarfræðinga vegna veikinda og sjúkdómseinkenna.
Eins og áður er fólki í neyð bent á að hringja í síma 112.
Starfsfólk Upplýsingamiðstöðvarinnar heldur einnig utan um þekkingarvef Heilsuveru, þar sem almenningur getur lesið sér til um sjúkdóma og einkenni og fengið ýmiskonar fræðslu.
Á Heilsuveru er einnig hægt að opna þjónustuvefsjá til að finna næstu heilsugæslustöð hvar sem er á landinu. Þekkingarvefur Heilsuveru er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, embættis landlæknis og Landspítalans.
Upplýsingamiðstöð HH tekin við 1700-símanum
.jpg)
08.03.2024