Bráð erindi flokkuð í síma og netspjalli

Mynd af frétt Bráð erindi flokkuð í síma og netspjalli
21.12.2023

Til að sinna sem best þeim sem þurfa þjónustu strax mun Heilsugæslan Mjódd flokka inn öll bráð erindi í gegnum síma eða netspjall áður en fólk kemur inn á stöðina frá 1. janúar 2024. Undanskilin eru mjög bráð erindi eins og brjóstverkur, andþyngsli, ofnæmi eða slys.

Skjólstæðingar geta hringt í síma 1700 eða sent skilaboð í netspjalli á vef Heilsuveru eða Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar veita hjúkrunarfræðingar ráðgjöf og aðstoð við tímabókun áður en komið er á stöðina.

Skyndimóttakan er eingöngu fyrir þá sem hafa haft samband í síma eða netspjalli og fengið tíma.

Þessum breytingum er ætlað að bæta þjónustuna við skjólstæðinga og veita rétta þjónustu á réttum stað og réttum tíma. Þetta mun líka spara skjólstæðingum tíma þar sem þeir geta fengið upplýsingar og ráðgjöf strax í stað þess að mæta á staðinn og lenda ef til vill í því að bíða lengi.

Hægt er að nota þýðingarvélar á netspjallinu til að eiga í samskiptum á öðrum tungumálum en íslensku.