Leiðbeiningar vegna skorts á Elvanse-lyfinu

Mynd af frétt Leiðbeiningar vegna skorts á Elvanse-lyfinu
29.08.2023
Skortur á Elvanse-lyfinu, sem notað er við ADHD, hefur valdið skjólstæðingum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vandræðum. Nú er fyrirsjáanlegt að lyfið komi til landsins í flestum skammtastærðum fyrstu þrjár vikurnar í september.

Þeim sem nota Elvanse-lyfið er ráðlegt að reyna að spara lyfið eins og hægt er, til dæmis með því að sleppa því að taka lyfið á dögum þar sem fyrirsjáanlegt er að lítið áreiti verði. 

Þar sem stutt er í að lyfið verði fáanlegt á nýjan leik er ólíklegt að læknar ráðleggi skjólstæðingum að skipta um lyf. Almennt getur tekið tekur tíma að finna réttan skammt af nýju lyfi auk þess sem ólík lyf virka með ólíkum hætti á fólk.