Sýni vegna Covid-19 aðeins tekin vegna ferðalaga

Mynd af frétt Sýni vegna Covid-19 aðeins tekin vegna ferðalaga
27.07.2023
Vegna fyrirspurna frá erlendum ferðamönnum er rétt að ítreka að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tekur ekki sýni vegna einkenna Covid-19. 

Aðeins eru tekin sýni hjá fólki sem ferðast til landa þar sem sýna þarf neikvætt Covid-19 próf. Sýnatakan fer fram alla virka daga í Heilsugæslunni Hlíðum, sem er staðsett í Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík. Bóka þarf sýnatöku í gegnum vefinn travel.covid.is.

Þeim sem eru með einkenni Covid-19 og vilja staðfestingu um smit er bent á að notast við heimapróf sem hægt er að kaupa í stórmörkuðum og apótekum.

Nánari upplýsingar um Covid-19 má finna á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fyrirspurnum um bólusetningar og sýnatökur er svarað á netspjalli Heilsuveru milli klukkan 8 og 22 alla daga.