Hóptímar fyrir konur um getnaðarvarnir

Mynd af frétt Hóptímar fyrir konur um getnaðarvarnir
20.02.2023
Kvenheilsa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins býður upp á fræðslu um mismunandi tegundir getnaðarvarna fyrir konur. Fræðslan fer fram í hóptímum í gegnum fjarfundakerfi.

Í hóptímunum verður farið yfir ólíkar tegundir getnaðarvarna, verkun þeirra og áhrif á líkamann. Markmiðið er að efla þekkingu á getnaðarvörnum með þeim tilgangi að hver kona geti tekið upplýsta ákvörðun um hvaða getnaðarvörn henti henni best hverju sinni.

Hóptíminn hentar öllum konum sem langar til að fræðast um það úrval getnaðarvarna sem í boði er. Í framhaldi af tímanum býðst einstaklingsbundin þjónusta sem skýrt verður frá í fræðslunni.

Þátttökugjald sem greitt er við skráningu eru 500 krónur. Nánari upplýsingar má finna á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem einnig er hægt að skrá sig í næstu hóptíma.