Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun bjóða upp á ný tengslamiðuð námskeið fyrir verðandi foreldra í haust sem haldin verða á vegum Geðheilsumiðstöðvar barna – Fjölskylduvernd.
Leiðbeinendur námskeiðsins fengu þróunarstyrk frá Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur, sem kostar fyrstu námskeiðin og greiðir fyrir námsgögn. Námskeiðin eru því þátttakendum að kostnaðarlausu.
Á námskeiðunum verður fjallað um áhrif reynslu foreldra úr eigin uppeldi, samskipti og tengslamyndun, mikilvægi fyrstu tengsla, líðan og þroskaverkefni foreldra í barneignaferli, þroska barna, grát þeirra, þroska svefns og fleira.
Mælt er með námskeiðunum fyrir verðandi foreldra sem eru í 27. til 32. viku meðgöngu. Kennt er einu sinni í viku í fjórar vikur og þurfa þátttakendur að skuldbinda sig til að mæta í alla fjóra tímana.
Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér.