Heilsugæslan Grafarvogi opin á nýjum stöðum

Mynd af frétt Heilsugæslan Grafarvogi opin á nýjum stöðum
29.07.2022

Starfsemi Heilsugæslunnar Grafarvogi er nú hafin á tveimur  stöðum eftir að flytja þurfti stöðina úr húsnæði sínu vegna nauðsynlegra umbóta. Leitast verður við að sinna öllum skjólstæðingum stöðvarinnar þrátt fyrir þessar breytingar. Næstu vikur og mánuðir verður farið í stefnumótunarvinnu, unnið í að bæta mönnun lækna og stefnt að því að stórbæta þjónustu Heilsugæslu Grafarvogs.

Á meðan umbætur fara fram á húsnæði heilsugæslunnar verður hefðbundin þjónusta veitt á tveimur stöðum ásamt því að blóðrannsóknir verða í aðstöðu Heilsugæslu Árbæjar:

 • Spöngin 37, 2. hæð (sami inngangur og Sjúkraþjálfun Grafarvogs):
  Samdægursmóttaka, heilsuvernd aldraðra, sykursýkismóttaka, hjúkrunarmóttaka og sálfræðiþjónusta fyrir börn.
 • Hraunbær 115, 1. hæð í austurenda (hægra megin við innganginn á Heilsugæslu Árbæjar):
  Mæðravernd, leghálsskimun, ung- og smábarnavernd, læknamóttaka og sjúkraþjálfari. Allt fyrirfram bókaðir tímar.
 • Hraunbær 115, 2. hæð (Heilsugæslan Árbæ):
  Blóðrannsóknir

 

Símanúmerið er áfram það sama: 

 • Afgreiðsla 513-5600 (kl. 8-16) 
 • Lyfjaendurnýjun 513-5602 (kl. 9-11)

Okkur þykir leitt að geta tímabundið ekki veitt þjónustu á einum stað innan hverfis en hlökkum til að taka á móti þér í endurbættu húsnæði. Ef þú hefur athugasemdir eða ábendingar viljum við gjarnan heyra frá þér. Sendu tölvupóst á netfangið heilsugaeslan@heilsugaeslan.is

Að komast á staðinn

Til að komast frá Spönginni í Hraunbæ 115 með Strætó er hægt að taka leið 6 og fara út á stoppistöðinni Ártún A (sem er á brúnni). Gengið niður göngustíginn í stoppistöðina Ártún D (sem er undir brúnni) og leið 16 tekin. Farið er út á stoppistöðinni Bæjarbraut en þaðan er 2 mínútna gangur að Hraunbæ 115 (Heilsugæslan Árbæ er í sama húsi).

 

 

Húsnæðið í Spönginni í Grafarvogi

 

 

Húsnæðið í Árbænum