Fjórði skammtur á heilsugæslustöðvum

Mynd af frétt Fjórði skammtur á heilsugæslustöðvum
06.07.2022

Mælt er með að öll 80 ára og eldri og þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóma bæti við fjórða skammtinum af  COVID-19 bóluefni.

Allar heilsugæslustöðvarnar bjóða upp á ákveðna bólusetningadaga, Panta þarf tíma í síma eða í gegnum mínar síður á heilsuvera.is.  

Til að geta fengið fjórða skammt bóluefnisins þurfa að lágmarki fjórir mánuðir að hafa liðið frá þriðja skammti bóluefnisins eða þrír mánuðir frá COVID-19 greiningu.

Einnig geta þau sem eru óbólusett eða ekki komin með þriðja skammtinn pantað tíma í bólusetningu.

Við hvetjum  þessa hópa til að bóka tíma í bólusetningu á heilsugæslustöð.

Bólusett er á stöðvunum þessa daga:

Heilsugæslan Árbæ - þriðjudagar kl. 13:00 
Heilsugæslan Efra-Breiðholti - miðvikudagar kl. 13:00 
Heilsugæslan Efstaleiti - fimmtudagar kl. 13:20 
Heilsugæslan Fjörður - miðvikudagar kl. 14:30
Heilsugæslan Garðabæ - miðvikudagar kl. 13:30 
Heilsugæslan Glæsibæ - þriðjudagar kl. 9:30 
Heilsugæslan Grafarvogi - þriðjudagar kl. 13:00 (ekki 19. júlí - 16. ágúst)
Heilsugæslan Hamraborg - þriðjudagar kl. 13:30 
Heilsugæslan Hlíðar - fimmtudagar kl. 9:20 
Heilsugæslan Hvammi - mánudagar kl. 10:30
Heilsugæslan Miðbæ - miðvikudagar kl. 13:00
Heilsugæslan Mjódd - þriðjudagar kl. 14:30
Heilsugæslan Mosfellsumdæmi - þriðjudagar kl. 13:00 
Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ - mánudagar kl. 13:00
Heilsugæslan Sólvangi - miðvikudagar kl. 14:30 

Þessar tímasetningar eru með þeim fyrirvara að fella gæti niður einstaka daga vegna sumarleyfa starfsfólks.