Fjórði skammtur fyrir skjólstæðinga heimahjúkrunar

Mynd af frétt Fjórði skammtur fyrir skjólstæðinga heimahjúkrunar
28.06.2022

Ekki verður boðið upp á fjórðu COVID-19 bólusetninguna fyrir skjólstæðinga heimahjúkrunar fyrr en í haust, vegna sumarleyfa starfsfólks.  

Við viljum hvetja þau sem það geta að nýta sér þjónustu heilsugæslustöðva og panta tíma á auglýstum bólusetningadögum á heilsugæslustöðvum.

Einnig er hæg að koma í opna húsið í Álfabakka 14A í Mjódd til og með 1. júlí. Þar er opið frá kl. 13:00 til 15:00 virka daga.

Þau sem eiga erfitt með gang geta fengið bólusetninguna út í bíl milli kl. 14:30 og 15:00 í opna húsinu en eftir samkomulagi á heilsugæslustöðvum.