Bólusetningar færast á heilsugæslustöðvar

Mynd af frétt Bólusetningar færast á heilsugæslustöðvar
25.02.2022

Bólusetningar vegna COVID-19 munu færast frá Laugardalshöll yfir í heilsugæslustöðvarnar frá og með mánudeginum 28. febrúar.

Á heilsugæslustöðvunum verður bæði hægt að fá grunnbólusetningar fyrir alla 5 ára og eldri og örvunarbólusetningar fyrir 16 ára og eldri. Til að fá örvunarbólusetningu þurfa fjórir mánuðir eða meira að hafa liðið frá seinni skammti grunnbólusetningar. Þrjár vikur þurfa að líða milli skammta í grunnbólusetningum.

Þau sem vilja nýta sér þessa þjónustu heilsugæslustöðvanna þurfa að bóka tíma í heilsugæslu á Mínum síðum á vefnum Heilsuvera.is (farið er inn í „Tímabókun“ í stikunni vinstra megin á skjánum). Foreldrar og forræðisaðilar geta bókað tíma fyrir börn 15 ára og yngri. Þau sem ekki eru með rafræn skilríki geta hringt beint í sína heilsugæslustöð til að bóka tíma í bólusetningu.

Ekki þarf að greiða fyrir þessa þjónustu heilsugæslunnar, hvorki fyrir komu né fyrir bóluefnið sjálft. 

Ekki verður bólusett alla daga á öllum heilsugæslustöðvum. Til að nýta bóluefnið sem best verður bólusett á ákveðnum dögum á hverri heilsugæslustöð. Stefnt er á að nota eingöngu bóluefni frá Pfizer.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um þessa þjónustu á netspjallinu á vefnum Heilsuvera.is. Einnig er hægt að hringja í Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar alla daga milli 8 og 22 í síma 513 1700 eða hafa samband beint við næstu heilsugæslustöð.

Bólusetningadagar eftir heilsugæslustöðvum:

  • Heilsugæslan Árbæ - þriðjudagar kl. 13:00 
  • Heilsugæslan Efra-Breiðholti - miðvikudagar kl. 13:00 
  • Heilsugæslan Efstaleiti - fimmtudagar kl. 15:00 
  • Heilsugæslan Fjörður - miðvikudagar kl. 14:30
  • Heilsugæslan Garðabæ - miðvikudagar kl. 13:30 
  • Heilsugæslan Glæsibæ - þriðjudagar kl. 9:30 
  • Heilsugæslan Grafarvogi - þriðjudagar kl. 13:00 
  • Heilsugæslan Hamraborg - þriðjudagar kl. 13:30 
  • Heilsugæslan Hlíðar - fimmtudagar kl. 9:20 
  • Heilsugæslan Hvammi - mánudagar kl. 10:30
  • Heilsugæslan Miðbæ - miðvikudagar kl. 13:00
  • Heilsugæslan Mjódd - þriðjudagar kl. 14:30
  • Heilsugæslan Mosfellsumdæmi - þriðjudagar kl. 13:00 
  • Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ - mánudagar kl. 13:00
  • Heilsugæslan Sólvangi - miðvikudagar kl. 14:30 

(Frétt uppfærð 10. mars)