Forstöðumaður Geðheilsumiðstöðvar barna

Mynd af frétt Forstöðumaður Geðheilsumiðstöðvar barna
07.02.2022

Linda Kristmundsdóttir sérfræðingur í geðhjúkrun hefur verið ráðin forstöðumaður nýstofnaðrar Geðheilsumiðstöðvar barna.

Linda hefur yfir 20 ára reynslu af stjórnunarstörfum innan Landspítala. Hún hefur m.a. verið framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, forstöðumaður kvenna- og barnaþjónustu og deildarstjóri göngudeildar BUGL ásamt stjórnun fleiri deilda.

Linda lauk B.S. námi í hjúkrunarfræði frá H.Í. 1990 og meistaranámi í geðhjúkrun með áherslu á geðhjúkrun barna og unglinga frá University of Wisconsin - Madison árið 1998. Að auki hefur hún lokið meistaranámi í mannauðsstjórnun frá H.Í. árið 2006.

Alls bárust 8 umsóknir um stöðu forstöðumanns en tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.

Geðheilsumiðstöð barna verður miðstöð geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn á landsvísu, staðsett innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Miðstöðin sameinar starfsemi þriggja starfseininga innan heilsugæslunnar; þær eru Þroska og hegðunarstöð, Geðheilsuteymi - Fjölskylduvernd og nýtt meðferðarteymi fyrir börn og unglinga. Forstöðumaður leiðir uppbyggingu og sameiningu þessarar þjónustu og vinnur að samþættingu á þjónustu við börn í þágu farsældar barna.

Við bjóðum Lindu velkomna til  HH en hún hefur störf 1. mars.