Bólusetning skólabarna í Laugardalshöll

Mynd af frétt Bólusetning skólabarna í Laugardalshöll
06.01.2022

Birt með fyrirvara um breytingar. Síðast uppfært 7. janúar, kl. 15:55.

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að foreldrum barna 5-11 ára verði boðið að láta bólusetja börn sín gegn COVID-19.

Upplýsingar fyrir börn og fullorðna um bólusetningar barna gegn COVID-19 á mörgum tungumálum: covid.is/barn

Bólusetningar grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu fara fram í Laugardalshöll 10. til 14. janúar 2022.

Samþykki/ósk um bólusetningu

Bólusetning er alltaf val. 

Þau sem fara með forsjá barns og deila með því lögheimili þurfa að skrá barn sitt í bólusetninguna. Hlekkur á skráningarsíðu: skraning.covid.is Ef strikamerki barst ekki, prófið að skrá aftur.

Þar er hægt að:

  • skrá barn sitt í bólusetningu
  • skrá aðra aðila sem heimilt er að fylgja barninu í bólusetningu
  • hafna/bíða með bólusetningu

Þegar barn hefur skráð í bólusetningu er sent strikamerki með SMS skilaboðum. Það er á ábyrgð forsjáraðila að senda strikamerkið áfram ef það vill að einhver annar fylgi barninu í bólusetningu. Það að sýna strikamerki á bólusetningastað er því ígildi samþykkis.

Nánari upplýsingar: Samþykkisferli fyrir bólusetningar 5-11 ára barna er virkt 7.1.2022

Bólusetningar skólabarna standa yfir frá kl. 12.00 til 18:00 mánudag til fimmtudags og 12:00 til 16:00 föstudag

Barnið mætir í Laugardalshöll með fylgdarmanni á réttum tíma miðað við bólusetningadag skólans og fæðingarmánuð. Fylgdarmaður er með barninu allan tímann og bíður með barninu eftir bólusetningu. Grímuskylda er bæði fyrir fullorðna og börn. Systkini mega koma á sama tíma.

Mánudagur til fimmtudags, 10. til 13. janúar

Kl.12.00 Börn fædd í janúar
Kl.12.30 Börn fædd í febrúar
Kl.13.00 Börn fædd í mars
Kl.13.30 Börn fædd í apríl
Kl.14.00 Börn fædd í m
Kl.14.30 Börn fædd í júní
Kl.15.00 Börn fædd í júlí
Kl.15.30 Börn fædd í ágúst
Kl.16.00 Börn fædd í september
Kl.16.30 Börn fædd í október
Kl.17.00 Börn fædd í nóvember
Kl.17.30 Börn fædd í desember

Föstudagur 14. janúar er styttri bólusetningadagur

Kl.12.00 Börn fædd í janúar
Kl.12.15 Börn fædd í febrúar
Kl.12.30 Börn fædd í mars
Kl.13.00 Börn fædd í apríl
Kl.13.15 Börn fædd í m
Kl.13.30 Börn fædd í júní
Kl.14.00 Börn fædd í júlí
Kl.14.15 Börn fædd í ágúst
Kl.14.30 Börn fædd í september
Kl.15:00 Börn fædd í október
Kl.15:15 Börn fædd í nóvember
Kl.15.30 Börn fædd í desember

Bólusetningadagar eftir skólum

Alþjóðaskólinn - 11.1.2022
Arnarskóli - 11.1.2022 - Bólusett í skólanum
Austurbæjarskóli - 12.1.2022
Álfhólsskóli (Digranes og Hjalli) - 11.1.2022
Álftamýrarskóli - 11.1.2022
Álftanesskóli - 12.1.2022
Árbæjarskóli - 13.1.2022
Ártúnsskóli - 12.1.2022
Áslandsskóli - 12.1.2022
Barnaskóli Hjallastefnunnar í Garðabæ - 11.1.2022
Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði - 10.1.2022
Barnaskóli Hjallastefnunnar  í Reykjavík - 10.1.2022
Borgarskóli - 12.1.2022
Breiðagerðisskóli - 13.1.2022
Breiðholtsskóli - 12.1.2022
Brúarskóli - 14.1.2022 - Bólusett í skólanum
Dalskóli - 12.1.2022
Engidalsskóli - 10.1.2022
Engjaskóli - 10.1.2022
Fellaskóli - 10.1.2022
Flataskóli - 14.1.2022
Foldaskóli - 13.1.2022
Fossvogsskóli - 12.1.2022
Grandaskóli - 11.1.2022
Hamraskóli - 11.1.2022
Háteigsskóli - 12.1.2022
Helgafellsskóli - 11.1.2022
Hlíðaskóli - 13.1.2022
Hofsstaðaskóli - 10.1.2022
Hólabrekkuskóli - 12.1.2022
Hraunvallaskóli - 13.1.2022
Húsaskóli - 14.1.2022
Hvaleyrarskóli - 14.1.2022
Hvassaleitisskóli - 11.1.2022
Hörðuvallaskóli - 12.1.2022
Ingunnarskóli - 11.1.2022
Ísaksskóli - 11.1.2022
Kársnesskóli - 12.1.2022
Klettaskóli - 14.1.2022 - Bólusett í skólanum
Klébergsskóli - 10.1.2022
Kópavogsskóli - 10.1.2022
Krikaskóli - 10.1.2022
Landakotsskóli - 10.1.2022
Langholtsskóli - 13.1.2022
Laugarnesskóli - 13.1.2022
Lágafellsskóli - 12.1.2022
Lindaskóli - 10.1.2022
Lækjarskóli - 13.1.2022
Melaskóli - 13.1.2022
Mýrarhúsaskóli - 12.1.2022
Norðlingaskóli - 14.1.2022
Rimaskóli - 14.1.2022
Salaskóli - 11.1.2022
Selásskóli - 10.1.2022
Seljaskóli - 11.1.2022
Setbergsskóli - 11.1.2022
Sjálandsskóli - 13.1.2022
Skarðshlíðarskóli - 14.1.2022
Smáraskóli - 13.1.2022
Snælandsskóli - 11.1.2022
Suðurhlíðarskóli - 11.1.2022
Sæmundarskóli - 11.1.2022
Urriðaholtsskóli - 11.1.2022
Varmárskóli - 13.1.2022
Vatnsendaskóli - 13.1.2022
Vesturbæjarskóli - 11.1.2022
Víðistaðaskóli - 11.1.2022
Vogaskóli - 11.1.2022
Waldorfsskóli - 14.1.2022
Ölduselsskóli - 13.1.2022
Öldutúnsskóli - 12.1.2022

Algengar spurningar

Ef barnið er sérstaklega viðkvæmt og þarf meira næði í bólusetningunni, þarf að láta vita af því við skanna í móttöku.

Börn sem hafa fengið COVID-19 eiga að bíða með bólusetningu í 3 mánuði eftir greiningardag. Þá er hægt að velja í skráningarforminu "Ekki núna" eða bíða með skráningu.

Börn sem eru lasin eða í sóttkví á bólusetningardegi ættu að bíða með bólusetningu þar til þau hafa jafnað sig af veikindunum. Ef þau reynast vera með COVID-19 er rétt að bíða með bólusetningu í a.m.k. 3 mánuði eftir smitið.

Börn sem hafa fengið bráðaofnæmi fyrir öðrum bóluefnum eða stungulyfjum ættu ekki að fá bólusetningu gegn COVID-19 nema í samráði við sérfræðing í ofnæmislækningum.

Áfram verður opið í Laugardalshöll fyrir börn sem komast ekki á boðuðum tíma.

Ef einhver kemur ekki með strikamerki er kennitölu barns flett upp. Þá sést hvort óskað hefur verið eftir bólusetningu og hverjir eru skráðir með leyfi til að mæta með barnið. Í þeim tilfellum er spurt um skilríki.

Ef barn birtist ekki á skráningarsíðu, komið á upplýsingaborðið í höllinni til að skrá barnið. Hafa verður skilríki.

Foreldrar sem eru ekki með rafræn skilríki geta komið á upplýsingaborðið í höllinni til að skrá barnið. Hafa verður skilríki.

Börn sem eru ekki með íslenska kennitölu má skrá í bólusetningu á bolusetning.covid.is. (Ekki tilbúið en hlekkur kemur hér inn fljótlega) 

Skráning bólusetninga fer eftir lögum um sjúkraskrár. Einungis þeir starfsmenn heilbrigðisþjónustu sem sinna viðkomandi hafa aðgang að þeim upplýsingum. Upplýsingar eru aldrei gefnar til þriðja aðila. Þar af leiðandi fær starfsfólk skóla ekki upplýsingar um hvort barn er bólusett eða ekki.

Ef foreldri barns hafnar/bíður með bólusetningu þá má barnið fara heim úr skólanum þegar börn í árganginum eru boðuð í bólusetningu.

Við byrjum að bólusetja grunnskólabörnin. Svo verður leikskólabörnum fæddum árið 2016 boðin bólusetning. Leikskólabörnum sem fædd eru 2017 býðst einnig bólusetning þegar þau verða 5 ára. Fyrirkomulag verður auglýst síðar hér á vefnum og kynnt vel fyrir foreldrum.

Nánari upplýsingar: