COVID-19 sýnatökur 2022

Mynd af frétt COVID-19 sýnatökur 2022
31.12.2021

Frétt síðast uppfærð 7. febrúar

Sýnataka fer fram á Suðurlandsbraut 34 í Reykjavík, nema annað sé tekið fram.

Þar eru bæði tekin PCR próf og hraðpróf.

Mælst er til að fólk mæti á úthlutuðum tíma til að einfalda skipulag og fyrirbyggja raðir. 

PCR próf fyrir 9 ára og eldri

  • Virka daga kl. 8:00-12:00 og 12:45-16:00
  • Helgar kl. 9.00-12:00 og 12:45-17:00

PCR próf fyrir 8 ára og yngri

Til þess að gera sýnatökur auðveldari fyrir ung börn verða framvegis sýni hjá börnum átta ára og yngri tekin frá munnholi í stað nefkoks. Þetta gildir bæði um hraðgreiningarpróf og PCR próf.  Sýni tekin frá munnholi eru að öllu jöfnu ekki eins áreiðanleg og sýni tekin frá nefkoki. Áfram er því mælt með að sýni sé tekið frá nefkoki ef þess er kostur þegar barnið er með einkenni um COVID-19 smit.

  • Virka daga kl. 8:00-12:00 og 12:45-16:00 
  • Helgar kl. 9:00-12:00 og 12:45-15:00

Hraðgreiningarpróf

  • Virka daga kl. 8:00 - 12:00
  • Helgar  kl. 9:00-12:00 og 12:45-15:00

Nánar upplýsingar hvernig sýnataka er pöntuð: