Sautján fengu eggið í ár

Mynd af frétt Sautján fengu eggið í ár
17.12.2021

Þann 15. desember, fengu þeir starfsmenn sem náð hafa 20 ára starfsaldri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) viðurkenningu fyrir áfangann. 
Sú hefð hefur skapast að á þessum tímamótum er afhentur listmunur eftir Koggu, eggið svokallaða.

Í venjulegu árferði eru vinnufélagar og fjölskyldumeðlimir viðstaddir þessa athöfn.Núna voru bara starfsmennirnir og nokkrir aðrir á staðnum og athöfninnni var streymt. Hermann Guðmundsson, nemandi í harmoníkuleik við Tónlistarskóla Kópavogs, flutti tónlist í upphafi athafnar.

Jónas Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar afhenti eggin og Svava Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og nýliðunar las ummæli vinnufélaga um starfsmanninn. 

Alls fengu sautján starfsmenn viðurkenningu í ár en tveir voru fjarverandi. 

Þessi voru voru heiðruð í ár:

  • Anna Sigríður Sigmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hvammi
  • Auður Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Grafarvogi 
  • Ása Sjöfn Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna - Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
  • Ásgerður Halldórsdóttir, skrifstofustjóri - Heilsugæslan Sólvangi 
  • Ástþóra Kristinsdóttir, sérfræðiljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og Heilsugæslan Glæsibæ
  • Björk Filipsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Heilsugæslan Sólvangi 
  • Emilía Petra Jóhannsdóttir, svæðisstjóri og fagstjóri hjúkrunar - Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ 
  • Gísli Baldursson, heimilislæknir - Heilsugæslan Sólvangi 
  • Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, heimilislæknir - Heilsugæslan Miðbæ
  • Guðrún Inga Benediktsdóttir, heimilislæknir - Heilsugæslan Fjörður 
  • Helga Sigríður Lárusdóttir, þjónustustjóri Ískrár - Deild rafrænnar þjónustu 
  • Jens Ágúst Reynisson, kerfisstjóri Ískrár - Deild rafrænnar þjónustu 
  • Julia Werner, hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Grafarvogi 
  • Lovísa Sigurðardóttir, móttökuritari - Heilsugæslan Efstaleiti 
  • Nanna Sigríður Kristinsdóttir, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga - Heilsugæslan Efra-Breiðholti 
  • Sigríður Erlingsdóttir, hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Grafarvogi 
  • Sigurósk Edda Jónsdóttir, fagstjóri hjúkrunar - Heilsugæslan Grafarvogi 

Helga Sigríður og Sigríður voru fjarverandi.

Samstarfsfólk hjá HH óskar félögum sínum innilega til hamingju með áfangann