Opið fyrir tilvísanir hjá ADHD teymi fyrir fullorðna

Mynd af frétt Opið fyrir tilvísanir hjá ADHD teymi fyrir fullorðna
15.11.2021

Það  styttist í að ADHD teymi fyrir fullorðna taki til starfa en stefnt er að því að starfsemin hefjist 1. febrúar 2022.

Nú er búið að opna fyrir tilvísanir til teymisins. Heimilislæknar senda beiðnir í gegnum sjúkraskrárkerfið Sögu.

Teymið mun bjóða greiningu og meðferð fyrir einstaklinga 18 ára og eldri og starfa á landsvísu. 
Undirbúningur er í fullum gangi en teymið verður staðsett á Skúlagötu 21, 101 Reykjavík.

Sjá einnig eldri frétt um teymið: 
ADHD teymi fyrir fullorðna