COVID-19 smitvarnir á heilsugæslustöðvum

Mynd af frétt COVID-19 smitvarnir á heilsugæslustöðvum
09.11.2021

Það er grímuskylda á öllum okkar starfsstöðvum og við minnum á handþvott og handspritt. Fækkum fylgdarmönnum, höldum fjarlægð og styttum tíma sem dvalið er á stöðinni. 

Fólk með kvefeinkenni á að fara í PCR einkennasýnatöku og vera komið með niðurstöðu áður en komið er á heilsugæsluna. Einkennasýnataka er pöntuð á Mínum siðum á heilsuvera.is. Þau sem eru ekki með rafræn skilríki geta pantað einkennasýnatöku í netspjalli Heilsuveru. Gera má ráð fyrir að niðurstöður berist innan 24 tíma.

Ekki dugar að taka heimapróf, sjálfpróf eða hraðpróf. 

Þau sem eru með kvefeinkenni og það veik að ekki er hægt að bíða eftir niðurstöðum úr PCR próf, fara í hraðpróf á heilsugæslunni. Jafnframt er tekið PCR próf á heilsugæslunni til öryggis.  

Við biðjum skjólstæðinga að virða þetta og ekki koma með pestareinkenni á heilsugæsluna án þess að hafa samband áður.

Það er samstarfsverkefni okkar allra að verja starfsemi heilsugæslustöðva.