Bólusetningar – vika 41 og áfram

Mynd af frétt Bólusetningar – vika 41 og áfram
11.10.2021

Við bólusetjum gegn COVID-19 alla virka daga milli kl. 10.00 og 15:00 á Suðurlandsbraut 34.

Bóluefnið Pfizer er notað alla virka daga. Bóluefnið Janssen er eingöngu í boði á miðvikudögum og AstraZeneca eingöngu á föstudögum.

Öll óbólusett og hálfbólusett, 12 ára og eldri, sem eru með íslenska kennitölu geta komið í bólusetningu á þessum tíma.

Þau sem eru ekki með íslenska kennitölu, þurfa fyrst að skrá sig á síðunni bolusetning.covid.is.

Börn

Almennir bólusetningadagar fyrir börn, 12 ára og eldri, voru 23. og 24 ágúst og 13. og 14. september. Engin boð í bólusetninguna, hvorki fyrri né seinni, voru send út.

Þau börn sem komu ekki í bólusetningu þá, eru velkomin á Suðurlandsbraut 34 alla virka daga milli kl. 10.00 og 15:00. 

Börn 12 til 15 ára þurfa að vera í fylgd forráðamanns. Börn fædd síðari hluta árs 2009 eru velkomin í bólusetningu um leið og 12 ára aldri er náð.

Örvunarskammar

Bóluefnið Pfizer er notað í örvunarskammta.

Örvunarskammtar eru í boði fyrir þessa hópa:

  • Fólk sem fékk Janssen og meira en 28 dagar eru liðnir frá bólusetningunni.
  • Fólk sem er 70 ára og eldra ef 3 mánuðir eru liðnir frá seinni skammti.
  • Fólk sem er 60 ára og eldra ef 6 mánuðir eru liðnir frá seinni skammti. 

 

Athugið að tvær vikur þurfa að líða milli inflúensubólusetningar og örvunarskammts.