Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að veita Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) sérstakt fjármagn til að stofna ADHD (athyglisbrestur með/án ofvirkni) teymi fyrir fullorðna á landsvísu. Mikill uppsafnaður vandi hefur skapast síðustu ár og langir biðlistar eftir þjónustu.
Teymið mun bjóða greiningu og meðferð fyrir einstaklinga 18 ára og eldri. Greiningarferli getur verið flókið og þörf á þverfaglegri nálgun, því mun því starfa í annarri línu geðþjónustu. Undirbúningur að húsnæði og ráðningu á starfsfólki er í fullum gangi. HH mun vinna ötullega að því að gera ferlið sem skilvirkast og greiðast.
Teymið mun starfa á landsvísu. Stefnt er að því að starfsemin hefjist 1. febrúar 2022 og verður teymið staðsett á Skúlagötu 21, 101 Reykjavík.
„Þetta er spennandi verkefni og gott að geta bætt þjónustuna fyrir þennan hóp“, segir Guðlaug U. Þorsteinsdóttir framkvæmdastóri geðheilbrigðisþjónustu hjá HH.
Frétt síðast uppfærð 13. október.
.jpg)