Átaksverkefni til að stytta biðlista barna á á Þroska- og hegðunarstöð

Mynd af frétt Átaksverkefni til að stytta biðlista barna á á Þroska- og hegðunarstöð
24.09.2021

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) sérstakt 75 miljón króna viðbótarfjármagn á árinu 2021 til að stytta biðtíma barna eftir greiningu á Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS).

Biðtími eftir greiningu hjá ÞHS hefur lengst undanfarin misseri í tengslum við fjölgun tilvísana og nú er biðtími um eitt til tvö ár. Fjöldi tilvísana á ári er nú um 6-700 börn en um 360 börn fara í gegnum greiningarferli hjá ÞHS á hverju ári. Mönnum hjá ÞHS hefur ekki aukist í samræmi við fjölgun barna á biðlista

Langur biðtími eykur vanda þessara barna og dregur á langinn að þau fái viðeigandi þjónustu. Því er nauðsynlegt að brugðist sé við erfiðri stöðu barnanna og þessi fjárveiting er mikilvægt skref í rétta átt. Jafnframt mun HH áfram vinna að því að stytta biðtíma og gera boðleiðir innan þjónustukerfisins sem greiðastar til að tryggja sem skjótasta og besta þjónustu.

„Þetta eru góðar fréttir. Mjög brýnt er að stytta biðtíma og aukið fjármagn gerir okkur kleift að að vinna á uppsöfnuðum vanda og koma þessu málum í betra horf“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri.