Niðurstöður úr leghálskimunum - áfanga náð

Mynd af frétt Niðurstöður úr leghálskimunum - áfanga náð
01.09.2021

Þeim áfanga var náð í dag að allar konur sem hafa verið að bíða eftir niðurstöðum úr leghálssýnum sem tekin voru frá febrúar fram í maí ættu nú að hafa fengið svör inn á island.is. 

Þær konur sem ráðlagt var að fara í frekari rannsóknir innan 3ja mánaða fengu skilaboð um það um leið og niðurstöðurnar bárust.

Samhæfingarstöð krabbameinsskimana vinnur nú að því að senda svarbréf til þeirra kvenna sem komu í leghálssýnatöku frá júnímánuði.

Það er því búið að vinna upp þann hala sem myndaðist við yfirfærslu verkefnisins til heilsugæslunnar. Framvegis má reikna með að svör berist fyrr og búið er að bæta í mannafla til að tryggja það.