Bólusetningar í viku 35 og 36

Mynd af frétt Bólusetningar í viku 35 og 36
30.08.2021

Við bólusetjum alla virka daga milli kl. 10.00 og 15:00 á Suðurlandsbraut 34.

Fimmtudaginn 9. september verður opið til kl 19:00.  (Uppfært 7. september).

Bóluefnin Pfizer, Moderna og Jansen eru notuð alla virka daga en bóluefnið AstraZeneca er eingöngu í boði á föstudögum.

Öll óbólusett og hálfbólusett, 12 ára og eldri, sem eru með íslenska kennitölu geta komið í bólusetningu á þessum tíma.

Börn 12 til 15 ára þurfa að vera í fylgd forráðarmanns. Sjá nánar hér: Bólusetning 12-15 ára barna

Þau sem eru ekki með íslenska kennitölu, þurfa fyrst að skrá sig með því að senda tölvupóst á bolusetning@heilsugaeslan.is. Fram þarf að koma: Nafn, fæðingardagur og ár, kyn, upprunaland, netfang og helst íslenskt GSM símanúmer til að taka við SMS boði. Ef einstaklingur er hálfbólusettur þurfa upplýsingar um bóluefni og tímasetningu að fylgja.
Einstaklingur án íslenskrar kennitölu má ekki mæta í bólusetningu fyrr en staðfesting á skráningu í bólusetningarkerfið hefur borist. 

Örvunarskammar

Örvunarskammtar eru í boði fyrir þessa hópa:

  • Fólk sem fékk Jansen og meira en 28 dagar eru liðnir frá bólusetningunni
  • Fólk sem er 60 ára og eldra ef 6 mánuðir eru liðnir frá seinni skammti. Bólusetningadagar fyrir þennan hóp verða líka auglýstir reglulega.