Bólusetningar vegna COVID-19 - staðan og næstu vikur

Mynd af frétt Bólusetningar vegna COVID-19  - staðan og næstu vikur
20.08.2021

Við bólusetjum alla virka daga á Suðurlandsbraut 34 eins og við höfum reyndar gert alla virka daga í sumar.

Þangað eru óbólusettir og hálfbólusettir velkomnir mill kl. 10:00 og 15:00.
Sjá nánar hér: Misstir þú af bólusetningu?

Það er gaman að nefna að meðan á svokölluðu 4 vikna sumarleyfi bólusetninga hjá heilsugæslunni stóð, bólusetttum við alls 10.901 eintakling. Þar á meðal barnshafandi konur, starfsfólk skóla sem þurfti örvunarskammt og alla aðra sem óskuðu eftir bólusetningu. 

Nú erum við komin á fullt aftur og erum í líka í Laugardalshöllinni stærstu bólusetningadagana. 
Þar eru alltaf með okkur sjúkraflutningamenn og lögreglumenn sem eru ómissandi í þessu samstarfsverkefni. 

Nú hefur öllum sem fengu Jansen skammt verið boðinn örvunarskammtur.

Fólk sem fætt er 1931 eða fyrr var flest bólusett fyrir 6 mánuðum og gat því fengið örvunarskammt 19. ágúst.  Við munum svo halda áfram að bjóða eldra fólki örvunarskammta næstu vikur þegar sex mánuðir eru liðnir frá seinni skammti þeirra.

Börn 12 til 15 ára eru svo boðuð í höllina á tveimur stórum bólusetningadögum 23. og 24. ágúst. 
Sjá nánar hér: Bólusetning 12-15 ára barna

Framhald bólusetninga í haust verður kynnt hér á vefnum jafnóðum.