Misstir þú af bólusetningu?

Mynd af frétt Misstir þú af bólusetningu?
19.08.2021

Fólk sem er óbólusett er velkomið í bólusetningu á Suðurlandsbraut 34 kl. 10:00-15:00 alla virka daga.

Óbólusett hafa val um Janssen eða Pfizer. Hálfbólusett fólk fær bóluefni miðað við fyrri bólusetningu.

Við minnum á grímuskyldu og best er að vera í stuttermabol. 

Ég er ekki með íslenska kennitölu. Get ég fengið bólusetningu?
Já, íbúar og starfsmenn af erlendum uppruna eru velkomnir í bólusetningu en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram í bólusetningakerfið. Ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu sendir þú póst á bolusetning@heilsugaeslan.is til að skrá þig. Annars staðar hefur þú samband við næstu heilsugæslu. Fram þarf að koma: Nafn, fæðingardagur og ár, kyn, upprunaland, netfang og helst íslenskt GSM símanúmer til að taka við SMS boði. Þegar búið er að staðfesta að þú sért kominn inn í bólusetningakerfið getur þú mætt í bólusetningu. Ef þú ert komin með fyrri skammtinn þurfa upplýsingar bóluefni og tímastningu að fylgja.